Ásvallalaug verður opin fram á kvöld og býður uppá skemmtilega dagskrá á Sundlauganótt laugardaginn 4. febrúar frá kl. 17-22.

Gestir í Ásvallalaug fá að upplifa einstaka kvöldstund þar sem ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi. Gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa og syngja til að byrja með en slaka svo á og njóta stundarinnar þegar líða tekur á kvöldið.

Dagskrá í Ásvallalaug á sundlauganótt:

  • Kl. 17 Síkátu zúmbínurnar stýra Aqua zumba
  • Kl. 17 og 20 Bombukeppni, hver nær stærstu gusunni?
    Kl. 18-20 Sundpóló, vatnaboltar og fleira fjör í boði Sundfélags Hafnarfjarðar
  • Kl. 18 Kvikmyndasafn Íslands sýnir lifandi myndefni úr safnkosti frá landinu öllu og Hafnarfirði á risaskjá
  • Kl. 20 Sundbíó! Duggholufólkið í boði Kvikmyndasafns Íslands

Kvikmyndin Duggholufólkið er nútímaævintýri sem fjallar um Kalla, tólf ára borgarbarn sem eyðir stærstum hluta tíma síns fyrir framan skjái. Þegar Kalli er sendur vestur á firði til að dvelja hjá pabba sínum í afskekktum sveitabæ breytast sýndarævintýri skjáheima í alvöru ævintýri þar sem dularfullar verur – Duggholufólkið – eru á reiki.

Frítt verður í sund í Ásvallalaug frá klukkan 17:00 til 22.00 og í fjölmörgum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð – www.vetrarhatid.is – sem stendur yfir dagana 2. – 5. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Uppákomur í laugunum verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri.

Ábendingagátt