Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt fjölbreytta menningarstarfið sem á sér stað í Hafnarfirði sem stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa að. Bjartir dagar hefjast á afmælisdegi bæjarins 1. júní.

Venju samkvæmt munu þriðjubekkingar syngja inn sumarið á Thorsplani undir stjórn Guðrúnar Árnýar. Flamingóarnir Pétur og Magnús skemmta börnunum og Sirkus Ananas verður með skemmtilega sirkussýningu.

Þá skreyta leikskólabörn fyrirtæki, verslanir og stofnanir í Hafnarfirði með list sinni um allan bæ.

Leikskóli Stofnun
Arnarberg Fjörður
Álfaberg Súfistinn
Álfasteinn Íshúsið/Fjörður heilsugæsla
Bjarkalundur Ásvallalaug
Hamravellir Ásvallalaug
Hjalli Þjónustuver Hfj.
Hlíðarberg Íshúsið/Tónlistarskólinn
Hlíðarendi Ísbúð Vesturbæjar við Strandgötu
Hraunvallaskóli Haukahúsið
Hvammur Suðurbæjarlaug
Hörðuvellir Lækjargata 34: Stoðtækni, Skipt í miðju hársnyrtistofa, Dýralæknamiðstöðin
Norðurberg Hrafnista
Smáralundur Bókasafnið
Stekkjarás Heilsugæslan Sólvangi
Skarðshlíðarleikskóli Hafrannsóknastofnun
Tjarnarás Bókasafnið
Vesturkot Hraunkot hjá Golfklúbbnum Keili
Víðivellir Nettó
Ábendingagátt