Vegna mikillar eftirspurnar hefur sýningum verið bætt við

10. bekkur skólans hefur á hverju ári sett upp veglegar og metnaðarfullar sýningar. Nú verður söngleikurinn settur upp í Bæjarbíó og er um einstakan viðburð að ræða. Söngleikurinn Syngjandi í rigningunni, í íslenskri þýðingu eftir Karl Ágúst Úlfsson, segir frá stórleikara á fyrri hluta 20. aldar í Hollywood. Á þessum umrótunartímum er þöglu myndirnar börðust við þá nýjung sem talandi kvikmyndir voru. Syngjandi í rigningunni segir frá ástum, ástríðu fyrir leik, starfi og kvikmyndum, vináttu og gleði. Þetta er frábært verk sem enginn má láta framhjá sér fara. sýningarnar verða:

  • Þriðjudaginn 21. mars kl. 20
  • Fimmtudaginn 23. mars kl. 18

Leikstjórn er í höndum Níels Thibaud Girerd en tónlistarstjóri er Jóhanna Ómarsdóttir, búningahönnuður Kristín Högna Garðarsdóttir og danshöfundar Mirjam Yrsa Friðleifsdóttir og Emelía Guðbjörg Þórðardóttir. Sviðsmynd, búningar, förðun, ljós og hljóð er allt saman í höndum krakkanna og foreldra þeirra. Verkefnið er árlegt samstarfsverkefni skólans, félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins og foreldra og koma allir nemendur í 10. bekk á einhvern hátt að verkefninu. Metnaðurinn sem lagður er í þetta verkefni er gríðarlegur og gaman að fylgjast með nú þegar nemendur flytja meistaraverk sitt í Bæjarbíó.

Miðasala fer fram á Tix.is

Ábendingagátt