Á hverju ári, þegar desember nálgast og myrkrið leggst yfir bæinn, fær ein sérstök hefð nýtt líf í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Þá eru teknar fram dýrmætar jólamyndir sem fyrrum nemendur Lækjarskóla sköpuðu fyrir áratugum síðan.

Þið eruð hjartanlega velkomin á hátíðlega stund þegar tendrað er á jólamyndunum í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn, gamla Lækjó þann 28. nóvember kl. 16:00

Á staðnum verður notaleg stemning, tónlist, heitt kakó og jólasveinn kemur kannski í heimsókn.

Komið og hefjið jólin með okkur – jólagleði fyrir alla fjölskylduna!

 

Menntasetrið er opið frá 9-22 alla virka daga.
Starfsemi Menntasetursis er eftirfarandi:
Nýsköpunarsetrið er opið 9-19 alla daga og Hreiðrið ungmennahús ásamt Músík við Lækin opin frá 14-22 alla virka daga

Ábendingagátt