18 hafnfirskir höfundar lesa upp

Flumbra, félag hafnfirskra rithöfunda, heldur upplestur í Hafnarborg laugardaginn 13. desember. Þar verður lesinn fjölbreytilegur skáldskapur fyrir fólk á öllum aldri; jafnt kátlegar sögur sem falleg ljóð.

Rithöfundar með tengsl við Hafnarfjörð stofnuðu nýlega félag sem fékk heitið Flumbra í höfuðið á einni af persónum Guðrúnar Helgadóttur. Guðrún var sem kunnugt er úr Hafnarfirði þar sem fjölmargir rithöfundar búa eða hafa búið. Hátt í þrjátíu höfundar tengjast nýja félaginu og nú ætla 18 þeirra að kynna verk sín í Hafnarborg.

Eftirtaldir höfundar lesa: Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brynhildur Auðbjargardóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Draumey Aradóttir, Eygló Jónsdóttir, Gunnar Helgason, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, Ingi Markússon, Kristín Ómarsdóttir, Lárus Jón, Sigurlin Bjarney Gísladóttir, Símon Jón Jóhannsson, Sindri Freyr, Æsa Strand Viðarsdóttir, Þórdís Dröfn, Þórdís Gísladóttir, Þórdís Helgadóttir.

Upplesturin hefst kl. 12.30 og stendur til kl. 17.00. Það er ókeypis inn og fólk getur komið og farið að vild yfir daginn. Á staðnum verða nýjar og nýlegar bækur hafnfirskra höfunda í boði á góðum kjörum.

Ábendingagátt