Ótrúlegur krakkafjöldi tók þátt í sumarlestri í ár, og við ætlum að blása til uppskeruhátíðar! Bjarni Fritz mætir og dregur út lestrarhesta ársins og les fyrir viðstadda, prinsessurnar verða til staðar að föndra grímur fyrir grímudansleik, og við skellum í leiki og skemmtun fyrir alla aldurshópa!

Auðvitað fá allir sem skila inn bókum glaðning frá bókasafninu, – enda ekki annað hægt!

Við, og lemúrinn, hlökkum ósköpin öll til að sjá ykkur!

Ábendingagátt