Díana Margrét Hrafnsdóttir opnar sýningu í LG fimmtudaginn 15.júní n.k.. Um er að ræða glæný verk sem Díana hefur unnið að síðastliðna mánuði og ber sýningin heitið „Úr öðrum heimi“. Auka sýningarhelgi á verkum Díönu Margrétar Hrafnsdóttur verður dagana 23.-25. júní.

 

„Hvar er annar heimur?
Er annar heimur draumheimur eða raunheimur?
Er annar heimur ímyndun okkar eða veruleiki“?

Díana Margrét útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2000 með BA gráðu í myndlist. Áður og samhliða náminu stundaði hún nám í leirlist við Myndlistaskólann í Reykjavík. Einnig hefur hún sótt ýmis önnur námskeið tengd listsköpun.

Díana Margrét hefur haldið nokkrar einkasýningar hérlendis og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Frá útskrift hefur hún kennt myndlist í leik- og grunnskólum samhliða listsköpun sinni.

Díana Margrét er fædd og uppalin í Hafnarfirði og bera verk hennar vott um umhverfi æsku hennar; dulúðin í hrauninu og kraftar náttúrunnar.

Díana Margrét er félagi í Íslenskri Grafík og Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna (SÍM).

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 15. júní frá 18:00-20:00 og allir hjartanlega velkomnir.

 

Opnunartímar eru eftirfarandi:

fimmtudagur 15.  18:00 – 20:00

föstudagur 16.      13:00 – 18:00

laugardag 17.       12:00 – 17:00

sunnudag 18.       14:00 – 17:00

föstudagur 23.      13:00 – 17:00

laugardag 24.       13:00 – 17:00

sunnudag 25.       13:00 – 17:00

 

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt