Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Aðalheiður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1967-1970 og við Konstfack í Stokkhólmi 1977-1980, þaðan sem hún útskrifaðist sem textílhönnuður. Hún lærði grafík og litun við Konstnärernas kollektiva verkstad í Stokkhólmi 1979-1980. Hún kenndi við textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-1987 og við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1982-1985. Hún starfaði sem kennari í myndlist barna við grunnskóla Hafnarfjarðar 1990-2017.
Á árunum 1999-2005 rak hún Litla myndlistaskólann fyrir börn í Hafnarfirði. Aðalheiður er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og hefur um árabil verið félagi í Íslenskri Grafík. Ásamt öðrum listamönnum rak Aðalheiður Gallery Langbrók 1983-1985, Listhús 39 í Hafnarfirði og Meistara Jakob í Reykjavík 1994-2004. Frá árinu 2005 hefur hún rekið Gallery Múkka og vinnustofu í Fornubúðum 8 við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Aðalheiður hefur haldið um 30 einkasýningar á Íslandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði alþjóðlegum og innlendum hönnunar- og grafíksýningum á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, Eistlandi, Þýskalandi, Króatíu, Kína, Ítalíu og Frakklandi.
Aðalheiður dvaldi á vinnustofu í Sveaborg, Finnlandi 1990, og í Loviisa, Finnlandi 2010 og 2015. Aðalheiður vinnur í ólíka miðla. Í grafíkinni vinnur hún með blandaða tækni í einþrykki og í vatnslitamyndum hennar má finna ótal blæbrigði lita og mynsturs sem eru henni hugleikin og sótt í náttúruna. Einnig vinnur hún með klippimyndir í akrýl og pappír, fantasíukenndar smámyndir og stærri verk. Á síðari árum hefur hún einnig unnið með handverk, grafíkbauka í pappa og íslenskri furu, auk smáfugla í leir og rekavið. Tauþrykkið á enn hug hennar og ný mynstur, sótt í náttúruna, hafa orðið til. Hún hefur m.a. unnið púða sem einstakt handverk. Að vinna með börnum í myndlist hefur verið henni mjög hugleikið og hvetjandi í sköpunarferli hennar.
Sýningaropnun verður fimmtudaginn 5. desember frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!
Aðrir opnunartímar: Föstudagur 6. desember 15:00 – 20:00 Laugardagur 7. desember 13:00 – 18:00 Sunnudagur 8. desember 13:00 – 18:00
Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.
—————————–
Ideas that surface in the stillness of night transform into new artworks in color or black and white.
Aðalheiður studied at The Icelandic College of Art and Crafts from 1967 to 1970, and at Konstfack in Stockholm from 1977 to 1980. She graduated as a Textile Designer. From 1979 to 1980, she studied graphics and coloring at the Konstnärernas kollektiva verkstad in Stockholm. She taught at The Icelandic College of Art and Crafts Textile Department from 1982 to 1987. During the same period, she also taught at Reykjavík School of Arts. She was an art teacher at Hvaleyrarskóli in Hafnarfjörður from 1990 to 2017.
She ran her own art school for children, „Litla Myndlistaskólann fyrir börn,“ from 1999 to 2005. Aðalheiður is a member of the Association of Icelandic Visual Artists (SÍM) and has long been a member of The Icelandic Printmakers Association (Íslensk Grafík). She has been involved in running several galleries with other artists: – Gallery Langbrók from 1983 to 1985 – Arthouse (Listhús) 39 in Hafnarfjörður 1994–2004 – Meistari Jakob Gallery Reykjavík 1994–2004 Today, Aðalheiður runs her own workshop and studio called Múkki, established in 2005. It is located in her hometown of Hafnarfjörður, situated in the beautiful surroundings of Hafnarfjörður Marina. The address is Fornubúðir 8. Aðalheiður has held around 30 solo exhibitions in Iceland, Finland, and Sweden. She has taken part in many joint exhibitions, both international and Icelandic. She has participated in various Design and Graphic Exhibitions in Iceland, Norway, Sweden, Denmark, Faroe Islands, Finland, Estonia, Germany, Croatia, China, Italy, and France. Through the years,
Aðalheiður has worked in various workshops across Scandinavia to broaden her artistic horizon and enhance her skills and technique. In her graphics, she uses mixed techniques, and in her watercolor works, you can find countless nuances of color and patterns inspired by nature. She also works with clip-art in acrylic and paper, creating fantasy-like artwork both small and large. In recent years, she has also created handicrafts, including graphics cans in paper and Icelandic Pinewood, as well as small birds made of clay and driftwood. Aðalheiður maintains a strong passion for cloth printing, creating new patterns inspired by the Icelandic nature she loves dearly. She has printed her artwork on pillows and various other textiles, creating unique handicrafts. One of Aðalheiður’s biggest inspirations in visual arts has been working with children, which has been very motivating for her creative process..
Exhibition opening is December 5th from 18:00-20:00 and all are welcome!
Other opening hours: Friday 6th December 13:00 – 18:00 Saturday 7th December 13:00 – 17:00 Sunday 8th December 13:00 – 17:00
The event is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjordur.