Vetrarfrí er í grunnskólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fimmtudaginn 22. febrúar og föstudaginn 23. febrúar. Af því tilefni býður Heilsubærinn Hafnarfjörður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í skemmtilegri dagskrá í vetrarfríinu og finna góðar hugmyndir að skemmtilegri og fjölbreyttri afþreyingu um allan Hafnarfjörð fyrir alla fjölskylduna á vef bæjarins. Meðal annars er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.

Fimmtudagur 22. febrúar 

 • FRÍTT Í SUND frá kl. 6:30-22 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21 
 • Ratleikur fyrir börnin og áhugaverðar sýningar á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Opið kl. 11-15  
 • Á Bókasafni Hafnarfjarðar verður opið í hljóðfærin, smiðja í barnadeild og ratleikurinn Finndu Valla!
 • Myndlistarmennirnir Lukas Bury og Unnur Mjöll Leifsdóttir munu leiða litríka klippimyndasmiðju í Hafnarborg
 • Golfklúbburinn Keilir býður öllum sem hafa áhuga að mæta á golfæfingar hjá þjálfara kl. 15:00 eða kl. 16:00 í Hraunkoti. Hver æfing tekur um 50 mín. í framkvæmd. Við lánum kylfur og kúlur á meðan æfing er.
 • Opið hús há Badmintonfélagi Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu frá kl. 13-15. Öll velkomin að prófa badminton, spaðar og kúlur að láni á staðnum. Skráning á vefnum badmintonfelag.is

Föstudagur 23. febrúar

 • FRÍTT Í SUND frá kl. 6:30-20 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21
 • Ratleikur fyrir börnin og barnaleiðsögn um Byggðasafn Hafnarfjarðar kl. 13. Opið kl. 11-15
 • Komdu og gerðu fjársjóðskort á Bókasafninu – fullkomið fyrir unga landkönnuði og kortagerðamenn! Smiðjan stendur frá 13:00 til 16:00 og er allur efniviður á staðnum og hún öllum opin. Einnig verður opið í hljóðfærin og hægt að fara í ratleikinn Finndu Valla!
 • Í Hafnarborg verður Þóra Breiðfjörð, hönnuður, með smiðju þar sem unnið verður með leir á skapandi hátt.
 • Íþróttastjóri Keilis tekur á móti áhugasömum iðkendum kl. 10:00 til 11:30. Hægt verður að fá lánaðar kylfur og kúlur til að nota bæði inni og úti. Muna að koma vel klædd eftir veðri því við verðum bæði inni og úti
 • Opið hús há Badmintonfélagi Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu frá kl. 13-15. Öll velkomin að prófa badminton, spaðar og kúlur að láni á staðnum. Skráning á vefnum badmintonfelag.is

Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu. Á vef Hafnarfjarðarbæjar er hægt að nálgast fullt af hugmyndum af áhugaverðum stöðum að heimsækja, leik- og boltavellir eru víða og fjölmargar göngu- og hjólaleiðir liggja um Hafnarfjörð. 

Heilsubærinn Hafnarfjörður óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs vetrarfrís! 

Ábendingagátt