Vetrarfrí er í grunnskólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fimmtudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Af því tilefni býður Heilsubærinn Hafnarfjörður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í skemmtilegri dagskrá í vetrarfríinu og finna góðar hugmyndir að skemmtilegri og fjölbreyttri afþreyingu um allan Hafnarfjörð fyrir alla fjölskylduna á vef bæjarins. Meðal annars er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. 

Föstudagur 24. febrúar

  • FRÍTT Í SUND frá kl. 6:30-20 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21
  • Ratleikur fyrir börnin og barnaleiðsögn um Byggðasafn Hafnarfjarðar kl. 13. Opið kl. 11-15
  • Plánetusmiðja í Hafnarborg kl. 13-15. Í smiðjunni munu þátttakendur vinna með ýmis litrík efni til þess að búa til sínar eigin plánetur sem breytast í snúningi og ljósi. Saman munu pláneturnar svo mynda sólkerfi sem lýsir upp „himinhvolfið“. Leiðbeinandi er Þórdís Erla Zoëga, myndlistarmaður. 
  • Minecraft námskeið á Bókasafni Hafnarfjarðar kl. 13:00-15:00. Takmörkuð pláss og skráning á bokasafn@hafnarfjordur.is UPPBÓKAÐ
  • Brettafélag Hafnarfjarðar er með opið hús frá 10:00-14:00, Flatahrauni 14.  Frítt inn og ókeypis að fá lánaðan búnað.  Opið fyrir alla ( hjólabretti, hlaupahjól og BMX).

Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu. Á vef Hafnarfjarðarbæjar er hægt að nálgast fullt af hugmyndum af áhugaverðum stöðum að heimsækja, leik- og boltavellir eru víða og fjölmargar göngu- og hjólaleiðir liggja um Hafnarfjörð. 

Heilsubærinn Hafnarfjörður óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs vetrarfrís! 

Ábendingagátt