Vetrarhátíð HHH & Listahátíð unga fólksins verður haldin fimmtudaginn 30. janúar frá kl. 19:30-21:30 í Setrinu í Setbergsskóla.

Á hátíðinni er hægt að bóka bás þar sem þátttakendur geta sýnt og selt sína eigin list. Það getur verið td. heklaðir bangsar, málverk, ljósmyndir, fatahönnun og bara allt sem áhugasömum dettur í hug. Einnig ef vilji er fyrir því að vera með listræn atriði á hátíðinni eins og að syngja, dansa, ljóðalestur og annað þá eru öll áhugasöm hvött til að hafa beint samband við HHH með skilaboðum gegnum á instagram.

Vetrarhátíð og Listahátíð unga fólksins er hugsuð fyrir öll ungmenni þar sem þau fá tækifæri til að koma list sinni á framfæri.
Á hátíðin eru öll velkomin og áhugasöm hvött til að bjóða fjölskyldu og vinum.

HHH á Facebook

HHH á Instagram 

 

Ábendingagátt