Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Heilsubærinn Hafnarfjörður býður til hressandi og hvetjandi stundar í hjarta Hafnarfjarðar um jákvæð samskipti og hvernig við öll – hvert og eitt – getum með góðum samskiptum náð því besta út úr fólkinu í kringum okkur – fjölskyldu, vinum og vinnufélögum. Hvað er betra en jákvæð samskipti og innihaldsríkar samverustundir í aðdraganda jóla? Minna er meira.
Jákvæðni er val og ákvörðun og til þess fallin að hafa smitandi áhrif á allt og alla. Heilsubærinn hefur fengið Pálmar Ragnarsson, fyrirlesara og körfuboltaþjálfara, til liðs við sig til að ræða við öll áhugasöm um mátt jákvæðninnar og hvernig við öll getum haft áhrif á menninguna og andann í þorpinu okkar. Pálmar hefur slegið í gegn með fyrirlestrum sínum og getið af sér gott orð fyrir að vera líflegur og kraftmikill fyrirlesari. Pálmar leggur sjálfur mikla áherslu á að hrósa fólki og vill með framkomu sinni og fyrirlestrum kveikja neista og smita áhuga.
Markmiðið er að þátttakendur gangi út með hagnýt ráð og ný tól í farteskinu um mikilvægi góðra og heilbrigðra samskipta og áhrif þeirra á vellíðan og sjálfsöryggi hjá hverjum og einum. Við höfum öll áhrif á fólkið í kringum okkur – jákvæð eða neikvæð. Virkjum og veljum jákvæðu samskiptin.
————————————–
Þessi fundur er hluti af fundaröð Hafnarfjarðarbæjar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar um málefni barna og ungmenna, líðan þeirra og öryggi. Fundaröðin er jafnframt hluti af vegferð Hafnarfjarðarbæjar að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin Kirkjuhlaup Skokkhóps Hauka og Ástjarnarkirkju verður að venju í Hafnarfirði á annan í jólum. Skokkhópur…
Viðurkenningahátíð 27. desember kl. 18 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa…
Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Fyrirtækið Trefjar setja upp sauna-klefi á Langeyrarmalir…