Víðvangshlaup Hafnarfjarðar fer fram í miðbæ Hafnarfjarðar á Sumardaginn fyrsta. Upphitun fyrir hlaupið hefst kl. 12 á Thorsplani. Hlaupið verður eftir Strandgötu og skipt í aldursflokka að lokinni upphitun.

Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og skráning fer fram með því að mæta á staðinn. Sigurvegarar í flokkum fá bikara og allir keppendur verðlaunapeninga sem eru gefnir af Hafnarfjarðarbæ.

Að hlaupi loknu mun frjálsíþróttadeild FH kynna frjálsar íþróttir á Thorsplani þar sem hægt verður að prófa langstökk og kúluvarp.

Keppt er í eftirtöldum flokkum:

  • 6 ára og yngri strákar og stelpur (2018 og síðar) ca. 100 m.
  • 7 – 8 ára strákar og stelpur (2017-2016) ca. 200 m.
  • 9 – 10 ára strákar og stelpur (2015-2014) ca. 200 m.
  • 11 – 12 ára strákar og stelpur (2013-2012) ca. 800 m.
  • 13 – 14 ára piltar og telpur (2011-2010) ca. 800 m.

Yngstu keppendurnir hlaupa fyrst og svo koll af kolli. Undanfari verður með yngstu keppendunum.

Frjálsíþróttadeild FH sér um framkvæmd hlaupsins fyrir Hafnarfjarðarbæ.

 

Dagskrá:

Kl. 12:00 Upphitun á Thorsplani
Kl. 12:30 Hlaup hefst frá Strandgötu
Kl. 13:00 Kynning á frjálsum íþróttum á Thorpsplani

Kl. 13:15 Skrúðganga frá Thorsplani að Víðistaðatúni þar sem skátafélagið Hraunbúar sér um skátadagskrá

Ábendingagátt