Bylting í aðbúnaði Hauka

Nýtt glæsilegt knatthús Hauka verður vígt föstudaginn 27. desember kl. 15. Húsið verður opið milli klukkan 15-16 fyrir bæjarbúa til að njóta, sjá og upplifa.

Bolli Pétur Bollason prestur vígir knatthúsið. Verktaki hússins ÍAV afhendir Hafnarfjarðarbæ húsið og í kjölfarið ritar bæjarstjóri og forsvarsmenn Hauka undir rekstrarsamning milli félagsins og bæjarins.

Þetta er stór stund og tímamót fyrir íþróttamenn Hafnarfjarðar og því afar gleðilegt ef bæjarbúar fagna tímamótunum saman.

Ábendingagátt