Vissuð þið að Sameinuðu þjóðirnar hafa yfirlýst markmið sem eiga að hjálpa okkur að gera heiminn betri fyrir alla? Eitt af þessum markmiðum er verndun hafsins sem er okkur svo kært hér í litla hafnarbænum okkar. Vikuna fyrir sjómannadaginn ætlar Bókasafn Hafnarfjarðar að hampa þessu markmiði og varpa ljósi á hafið og mikilvægi þess með smiðjum, skemmmtun og gleði.

Um allt bókasafnið verða litlar sýningar og smiðjur fyrir hafmeyjur og -menn á öllum aldri, orðasöfn, fræðslumyndbönd og margt fleira til að fræða okkur um hafið og allt sem í því er.

Dagskrá alltaf á afgreiðslutíma:

  • 1. hæð – Skilaboð til hafsins: Komdu og sendu sjónum skilaboð!
  • Barnadeild: Orðasafnsleikur um hafið
  • 2. hæð: Myndbönd og fræðsla af spennandi lífríki sjávar í kringum Ísland frá Sjávarlífi
  • Sýningar víðsvegar um bókasafnið.

Miðvikudagur, 28. maí:

  • Fjölnotasalur: Sir David Attenborough og Bláa Plánetan með íslensku tali.

Laugardagur, 31. maí kl. 13-15:

  • Smiðja og sögustund á laugardag með hafprinsessunni milli 13:00 og 15:00
Ábendingagátt