Víkingahátíðin í Hafnarfirði fer fram á Víðistaðatúni dagana 13.-18. júní og er aðgangur ókeypis. Yfir 150 víkingar leggja leið sína í Hafnarfjörð innan og utan landsteinanna.

Dagskráin er fjölbreytt og mikið um að vera, þar má telja; bardagasýningu, handverksýningu, víkingaleiki, eldsmíði, jurtalitun, víkingaskóla fyrir börn, fjölbreyttir sölubásar, bogfimikeppni, veitingar & veigar. Fjöllistamaðurinn Björke snýr aftur eftir langa fjarveru og hljómsveitirnar Krauka og Hrafnboði spila fyrir gesti yfir daginn. Krauka spilar fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld.

Hægt verður að prófa bæði bogfimi og axarkast gegn vægu gjaldi, allur ágóði rennur beint í Víkingahátíð í Hafnarfirði. Rimmugýgur býður ykkur velkomin á 27. hátíðina sem þau halda í Hafnarfirði.

Ábendingagátt