Breytt aðalskipulag Hrauns vestur

Vinnslutillaga að breyttu aðalskipulagi Hrauns vestur og umhverfismatsskýrsla verða kynntar á fundi þriðjudaginn 8. apríl milli klukkan 16-17:30 á Norðurhellu 2 í Hafnarfirði.

Um er að ræða breytingu á landnotkun í aðalskipulagi á skipulagssvæðinu Hraun Vestur úr athafnasvæði, verslun- og þjónusta, samfélagsþjónustu og íbúðabyggð í miðsvæði. Með þessu á að breyta nýtingu á öllu svæðinu úr atvinnusvæði í blandaða byggð.

• Hvar? Norðurhellu 2
• Hvenær? 8. apríl kl. 16-17:30
• Tilgangur: Kynna vinnlsutillögu að breyttu aðalskipulagi Hrauns vestur og umhverfismatsskýrslu

Formlegur kynningartími er frá 03. – 30. apríl 2025 og má nálgast gögn á vef skipulagsgáttar (skipulagsgatt.is). Athugasemdir eða ábendingar skulu berast með rafrænum hætti í gegnum skipulagsgátt.

Öll velkomin!

 

Ábendingagátt