Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Víðistaðaskóli fagnar í dag 50 ára afmæli skólans en skólinn var stofnaður þann 16. september 1970 sem var fyrsti skóladagur nemenda í nýjum heimaskóla fyrir nemendur í norðurbæ og vesturbæ Hafnarfjarðar. Víðistaðaskóli var þá þriðji grunnskóli Hafnarfjarðar.
Víðistaðaskóli fagnar í dag 50 ára afmæli skólans en skólinn var stofnaður þann 16. september 1970 sem var fyrsti skóladagur nemenda í nýjum heimaskóla fyrir nemendur í norðurbæ og vesturbæ Hafnarfjarðar. Víðistaðaskóli var þá þriðji grunnskóli Hafnarfjarðar og var fyrsta foreldrafélag við grunnskóla í Hafnarfirði stofnað við skólann. Undir venjulegum kringumstæðum hefði afmælishátíðin verið opin foreldrum, vinum og velunnurum skólans en í ljósi takmarkana og tilmæla yfirvalda vegna Covid19 þá sjá nemendur og starfsfólk um að fagna á stórafmælinu með skemmtilegri dagskrá.
Ábyrgð, virðing og vinátta eru leiðarljós skólans
Víðistaðaskóli er heildstæður grunnskóli með nemendur í 1. – 10. bekk. Víðistaðaskóli hefur lagt sérstaka áherslu á að efla heilsu og líðan starfsfólks og nemenda undir merkjum heilsueflandi skóla ásamt því að vinna að öflugri umhverfis vernd og mennt og því til merkis þá fær Víðistaðaskóli á 50 ára afmælisdegi sínum Grænfánann afhentan fimmta sinn. List-og verkgreinum hefur alltaf verið haldið á lofti í skólanum og áhersla lögð á nemendalýðræði og fjölbreytileika.
Skólinn hefur vaxið og dafnað líkt og nemendur skólans
Í kringum 1980 var Víðistaðaskóli fjölmennasti skóli á Íslandi með 1232 nemendur þegar mest var og var skólinn tví- til þrísetinn. Á þeim rúmlega 45 árum sem skólinn hefur starfað hefur húsnæðið tekið miklum breytingum. Hann var byggður í þremur áföngum og haustið 2005 var nýjasti hluti skólans tekinn í notkun. Við skólann hafa starfað fjórir skólastjórar. Fyrsti skólastjórinn var Hörður Zophaníasson sem var starfandi skólastjóri í 22 ár. Við starfinu tók Eggert Leví og starfaði í tæp tvö ár en þá tók Sigurður Björgvinsson við skólastjórastarfinu og sinnti því í 19 ár. Hrönn Bergþórsdóttir er núverandi skólastjóri Víðistaðaskóla og hefur starfað frá árinu 2013. Fjölmargir hafnfirskir nemendur eiga góðar minningar frá skólagöngu sinni í skólanum. Skólinn hefur vaxið og dafnað líkt og nemendurnir og bera viðbyggingar skólans þess augljós merki í takt við aukinn fjölda íbúa að ógleymdum þeim 10 árum sem skólinn sameinaðist Engidalsskóli og Víðistaðaskóli frá 2010-2020.
Sigurður Björgvinsson, fyrrum skólastjóri Víðistaðaskóla, og Hrönn Bergþórsdóttir, núverandi skólastjóri
Skólastarf sem einkennist af starfsgleði og sköpun
Við skólann starfa rúmlega 120 starfsmenn. Skólastarf Víðistaðaskóla einkennist af starfsgleði og sköpun hvort heldur er í skólastofunni, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni. Verkefni eins og árleg söngleikjasýning 10. bekkinga í Víðistaðaskóla, sem hefur getið sér góðan róm, skólaþing nemenda unglingadeildar þar sem áhersla á lýðræði nemenda er gerð skil og ekki síst verkefnið Veröld sem sérstaklega miðað að tvítyngdum nemendum eru aðeins brot af því frjóa skólastarfi sem á sér stað í skólanum. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi, umlukinn hrauni og fjölbreyttri náttúru sem bærinn okkar er þekktur fyrir. Svæðið hentar því einstaklega vel til útivistar og eflingu umhverfisvitundar og því engin furða að skólinn sé á grænni grein.
Hamingjuóskir með hálfrar aldar afmæli Víðistaðaskóla Hafnfirðingar, starfsfólk og nemendur í fortíð, nútíð og framtíð!
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…