Víðistaðaskóli vann í Veistu svarið 2021

Fréttir

Æsispennandi úrslitakeppni í spurningakeppni grunnskólanna Veistu svarið? fór fram í Bæjarbíói í síðustu viku þar sem lið Áslandsskóla og Víðistaðaskóla öttu kappi um efstu tvö sætin. Keppnin hefur til þessa farið fram rafrænt en úrslitakeppnin fór fram í Bæjarbíói og er óhætt að segja að spennustigið hafi verið hátt og keppnin mikil. 

Æsispennandi úrslitakeppni í spurningakeppni grunnskólanna Veistu svarið? fór fram í Bæjarbíói í síðustu viku þar sem lið Áslandsskóla og Víðistaðaskóla öttu kappi um efstu tvö sætin. Keppnin hefur til þessa farið fram rafrænt en úrslitakeppnin fór fram í Bæjarbíói og er óhætt að segja að spennustigið hafi verið hátt og keppnin mikil. 

VeistuSvarid2021Sigurvegarar

Lið Víðistaðaskóla stóð uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi keppni 

Jöfn og spennandi keppni

Keppnin var mjög jöfn og spennandi og eftir frækilega keppni stóð Víðistaðaskóli upp sem sigurvegari. Það voru þau Fannar Berg Skúlason, Ari Dignus Maríuson og Emilía Nótt Davíðsdóttir sem kepptu fyrir hönd Víðistaðaskóla með Kristmund Guðmundsson sem liðsstjóra. Keppendur fyrir hönd Áslandsskóla voru þau Ívan Atli Ívansson, Þorsteinn Ómar Ágústsson og Páll Steinar Guðnason með Þórdísi Lilju Þórsdóttur sem liðsstjóra.

VeistuSvarid2021

Hvorutveggja níu liða úrslit og fjögurra liða úrslit fóru fram rafrænt með góðum árangri

Til hamingju með árangurinn nemendur beggja skóla og Víðistaðaskóli með sigurinn!

Mikill metnaður er ávallt lagður í undirbúning hvorutveggja keppninnar og ekki síður í undirbúning keppenda. Síðast voru sigurvegarar krýndir á árinu 2019 þar sem Covid19 setti sitt mark á keppnina 2020 eins og á svo margt annað. Í ár var ákveðið að Covidvæða keppnina og fóru hvorutveggja níu liða úrslit og fjögurra liða úrslit fram rafrænt og í beinu streymi til allra félagsmiðstöðvanna með góðum árangri. Árni Stefán Guðjónsson var spurningahöfundur og dómari keppninnar. 

Ábendingagátt