Viðurkenning fræðsluráðs til Víðivalla

Fréttir

Leikskólinn Víðivellir hlýtur viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2015

Leikskólinn Víðivellir hlýtur viðurkenningu fræðsluráðs árið 2015 fyrir fagmennsku og skólaþróun í skólanum. Í skólanum hefur verið margvíslegt þróunarstarf verið í gangi og skólinn verið í forystu þar á mörgum sviðum.

Viðurkenning fræðsluráðs hefur það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi skólastarfs í samfélaginu og veita einstaka verkefnum viðurkenningu sem miða að skólaþróun, samvinnu og frumkvæði. Viðurkenningin er veitt árlega.

Ábendingagátt