Viðurkenning fyrir faglegt framlag til 25 ára

Fréttir

Hafnarfjarðarbær veitir starfsfólki sínu viðurkenningu þegar það hefur náð ákveðnum starfsaldri. Fimmta árið í röð er viðurkenningarhátíð haldin í Hafnarborg og fengu þar sex starfsmenn á sviði mennta og lýðheilsu viðurkenningu fyrir 25 ára faglegt framlag og störf í þágu bæjarins. 

Hafnarfjarðarbær
veitir starfsfólki sínu sérstaka viðurkenningu þegar það hefur náð ákveðnum
starfsaldri. Fimmta árið í röð er viðurkenningarhátíð haldin í Hafnarborg og
fengu þar sex starfsmenn á sviði mennta og lýðheilsu viðurkenningu fyrir 25 ára
faglegt framlag og störf í þágu bæjarins. Á 15 ára starfsafmæli efnir deild,
skóli eða stofnun til kaffisamsætis fyrir viðkomandi starfsmenn og sem
þakklætisvott fær starfsmaður bók, handverk eða listmun að gjöf auk blóma.

Hátíð uppskeru og þakklætis

Blásið er til viðurkenningarhátíðar á vori hverju til að fagna og þakka sérstaklega því starfsfólki sem náð hefur þeim
áfanga að hafa starfað um 25 ára skeið hjá bænum og þar með varið stórum hluta
af sinni starfsævi, áhuga og faglegu starfi í þágu bæjarins. Í ár voru veittar viðurkenningar
til sex starfsmanna sem samanlagt hafa því starfað hjá Hafnarfjarðarbæ í heil 150
ár. Nær viðurkenningin til alls starfsfólks á öllum starfssviðum sem starfað
hefur samfellt í þennan árafjölda. Við athöfnina talaði bæjarstjóri, Rósa Guðbjartsdóttir, sérstaklega um mikilvægi
mannauðsins og þess fólks sem býr til vinnustaðinn Hafnarfjarðarbæ. Þakkaði
Rósa starfsfólkinu fyrir vel unnin störf fyrir hönd íbúa, samstarfsfólks og
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og afhenti hverjum og einum viðurkenningu og 50.000.-
kr. gjafabréf.

Þeir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni
eru:

  • Aðalheiður Gunnarsdóttir, stuðningsfulltrúi í Hvaleyrarskóla
  • Anna Borg Harðardóttir, skólastjóri
    leikskólans Norðurbergs
  • Ásta Lunddal Friðriksdóttir, skólaliði í Hvaleyrarskóla
  • Hallgrímur Kúld, húsvörður við Hraunvallaskóla
  • Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, skólastjóri
    leikskólans Álfabergs
  • Ragnheiður Gunnarsdóttir, deildarstjóri
    leikskólans Arnarbergs
Ábendingagátt