Viðurkenning Jafnvægisvogar þriðja árið í röð 

Fréttir

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt þann 10. október sl. sína árlegu viðurkenningarathöfn. Þar var Hafnarfjarðarbær í hópi þeirra 130 aðila sem fengu viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði Jafnvægisvogarinnar og fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttimálum. Viðurkenning fyrir að jafna hlutfall kynja í efsta lagi.

Við látum það gerast, jafnrétti er ákvörðun

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt þann 10. október sl. sína árlegu viðurkenningarathöfn. Þar var Hafnarfjarðarbær í hópi þeirra 130 aðila sem fengu viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði Jafnvægisvogarinnar og fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttimálum. Í ár er metfjöldi viðurkenningarhafa. Það voru þær Íris Ósk Bjarnadóttir og Dögg Gunnarsóttir, mannauðsráðgjafar hjá Hafnarfjarðarbæ, sem tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd sveitarfélagsins.

Viðurkenning fyrir að jafna hlutfall kynja í efsta lagi

Viðurkenninguna hljóta þeir sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi í a.m.k. 40/60. Hjá Hafnarfjarðarbæ er hlutfallið 60/40 konum í vil og hefur sveitarfélagið hin síðustu ár lagt áherslu á kynjahlutfall sem sé jafnast og unnið markvist að því.  Hafnarfjarðarbær var í hópi þeirra sveitarfélaga og fyrirtækja sem árið 2019 skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA og beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi innan sinna vébanda. Hafnarfjarðarbær hlaut viðurkenninguna fyrst árið 2022 og hlýtur hana nú þriðja árið í röð.  Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði. Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA,  Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.

Bein áhrif á umhverfið

Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar 2020 var kynntur nýr Jafnréttislundur FKA, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur útvegaði Jafnvægisvoginni. Lundurinn er staðsettur við aðalinnganginn í Heiðmörk, Vífilsstaðamegin, og er það fyrsta sem fólk sér þegar það gengur inn í Heiðmörk. Valdar voru margar tegundir af trjám sem tákn um þann fjölbreytileika sem Jafnvægisvogin er að stuðla að. Í ár voru gróðursett 130 tré eitt fyrir hvern viðurkenningarhafa árið 2024 en í fyrra voru trén 89. Lind Einarsdóttir mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar gróðursetti tré fyrir hönd sveitarfélagsins. Í heild eru trén í Jafnréttislundinum þá orðin 392 á síðustu 5 árum. Það er markmið Jafnvægisvogarinnar að endurtaka þetta árlega og væri ánægjulegt að sjá hlíðina fyllast á næstu árum, með auknu jafnrétti.

Til hamingju viðurkenningarhafar 2024!

Vefur FKA

Ábendingagátt