Viðurkenningar fyrir bestu jólaskreytingarnar

Fréttir

Sunnudaginn 17. desember voru veittar viðurkenningar fyrir best skreyttu húsin og best skreyttu fyrirtækin í Hafnarfirði á Thorsplani.

Bestu jólaskreytingarnar 2023

Viðurkenningar veittar – þessi þóttu hlutskörpust í skreytingunum þetta árið  

Veittar voru viðurkenningar fyrir best skreyttu húsin og best skreyttu fyrirtækin í Hafnarfirði í aðdraganda jóla 2023. Hafnfirðingar og aðrir áhugasamir voru í upphafi desembermánaðar hvattir til að setja upp stóru jólagleraugun og senda ábendingu um þau hús, fyrirtæki og götur í Hafnarfirði sem þykja bera af í jólaskreytingum þetta árið. Menningar- og ferðamálanefnd tilkynnti valið en íbúar og eigendur fyrirtækjanna veittu viðurkenningunni móttökur á Thorsplani, sunnudaginn 17. desember. Öll fengu fallega jólaskreytingu frá blómabúðinni Burkna.

Austurgata 5

Fékk viðurkenningu fyrir fallega hjarta jólaskreytingu í miðbæ Hafnarfjarðar beint fyrir ofan Hjartasvellið.

Blómvellir 22

Fékk viðurkenningu fyrir að slá Hafnarfjarðarmet í jólaskreytingum, metnaður og áræðni í fyrirrúmi. Hér ríkir hinn sanni jólaandi.

Lækjargata 11

Fékk viðurkenningu fyrir fallegt stjörnum prýtt tré sem tónar afar vel við aðrar skreytingar við Lækinn.

Mjósund 8

Fékk viðurkenningu fyrir smekklega og fallega skreytt hús í eldri hluta bæjarins.

Vesturvangur 5

Fékk viðurkenningu fyrir líflegar jólaskreytingar sem skemmta jólabörnum á öllum aldri.

Andrea by Andrea, Norðurbakka 

Fékk viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu í glugga í verslun í miðbæ Hafnarfjarðar.

KFC, Hjallahrauni

Fékk viðurkenningu fyrir fallegar og stílhreinar skreytingar  sem lýsa upp skammdegið á fjölförnum stað í Hafnarfirði.

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, Strandgötu

Fékk viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu í glugga í miðbæ Hafnarfjarðar.

Hafnarfjarðarbær óskar öllum hlutaðeigandi innilega til hamingju og þakkar áhugasömum íbúum fyrir ábendingarnar! 

Ábendingagátt