Viðurkenningar fyrir faglegt framlag til 25 ára

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur um sjö ára skeið veitt starfsfólki sem starfað hefur hjá bænum í 25 ár viðurkenningu og þakklætisvott fyrir farsæld í starfi, faglegt framlag og störf í þágu sveitarfélagsins. Í ár hljóta 19 starfsmenn viðurkenningu fyrir þennan árafjölda í starfi sem jafngildir 475 árum af samstarfi og starfsreynslu við fjölbreytt störf á starfsstöðvum bæjarins. Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 30.000 íbúa og um 2500 starfsmenn á 70 starfsstöðvum víðsvegar um bæinn. Afhending viðurkenninga fór fram við hátíðlega athöfn í Hafnarborg.

Vorið er tími uppskeru, viðurkenninga og persónulegra sigra

Hafnarfjarðarbær hefur um sjö ára skeið veitt starfsfólki sem starfað hefur hjá
bænum í 25 ár viðurkenningu og þakklætisvott fyrir farsæld í starfi, faglegt
framlag og störf í þágu sveitarfélagsins. Í ár hlutu 19 starfsmenn viðurkenningu
fyrir þennan árafjölda í starfi sem jafngildir 475 árum af samstarfi og
starfsreynslu við fjölbreytt störf á starfsstöðvum bæjarins. Hafnarfjarðarbær
er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 30.000 íbúa og um 2500
starfsmenn á 70 starfsstöðvum víðsvegar um bæinn. Afhending viðurkenninga fór
fram í gær við hátíðlega athöfn í Hafnarborg.

IMG_4223

Á hátíðinni í Hafnarborg kemur saman starfsfólk með 25 ára samfellda starfsreynslu, stjórnendur þeirra starfseininga, mannauðsteymi bæjarins og bæjarstjóri. 

Heppni Hafnarfjarðarbær – mannauðurinn er
mikilvægasta auðlindin

Viðurkenningarhátíð í Hafnarborg er orðin að árlegri hefð og ómissandi hluti
uppskeru árangurs og ávaxtar að vori. Á hátíðinni kemur saman starfsfólk með 25
ára samfellda starfsreynslu, stjórnendur þeirra starfseininga, mannauðsteymi bæjarins
og bæjarstjóri. Hver og einn starfsmaður fær sitt rými í dagskrá þar sem farið
er yfir starfsferilinn í örfáum orðum og ómetanlegt persónulegt framlag hvers
og eins til ákveðinna verkefna og starfa. Samnefnari hópsins er viðamikil
þekking, ómetanleg reynsla, áhugi, starfsánægja, fagmennska, metnaður, lausnamiðuð
hugsun, vinnusemi, samviskusemi og dugnaður. Framúrskarandi
starfsmenn sem bera hag íbúa og samstarfsfélaga fyrir brjósti og sinna starfi
sínu af áhuga og alúð.

IMG_4221

19 starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar fengu í gær afhenta viðurkenningu og þakklætisvott fyrir 25 ára farsæld í starfi, faglegt framlag og störf í þágu sveitarfélagsins. 

Fjölbreyttur hópur starfsfólks fær viðurkenningu ár hvert

Í hópnum í ár eru m.a. sérkennslustjóri, skrifstofustjórar, þroskaþjálfi,
deildarstjórar, kennarar, verkefnastjóri, tækjamaður, kennslufulltrúi og sérkennari.
Þakkaði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hópnum fyrir vel unnin störf, metnað,
fagmennsku og tryggð við Hafnarfjarðarbæ fyrir hönd íbúa, samstarfsfólks og
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og afhenti hverjum og einum viðurkenningarskjal og 61.000.-
kr. gjafabréf.

Þeir sem hlutu viðurkenningu að þessu
sinni eru:

  • Agnes Agnarsdóttir
    – Stekkjarás
  • Auður
    Þorkelsdóttir – Ráðhús Hafnarfjarðar
  • Ásdís Geirsdóttir
    – Álfasteinn
  • Björg
    Jónatansdóttir – Hvammur
  • Dagbjört Hrönn
    Leifsdóttir – Öldutúnsskóli
  • Elín Kristín
    Magnúsdóttir – Álfaberg
  • Halldór Ásgrímur
    Ingólfsson – umhverfis- og skipulagssvið
  • Halldóra
    Garðarsdóttir – Smáralundur
  • Helena Hauksdóttir
    – Tjarnarás
  • Hrefna Rún
    Gunnarsdóttir – Smáralundur
  • Hulda Björk
    Magnúsdóttir – Áslandsskóli
  • Kristrún
    Sigurjónsdóttir – skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs
  • Lísa Charlotte
    Harðardóttir – Hlíðarberg
  • Ólafur Norðfjörð
    Elíasson – þjónustumiðstöð
  • Sigríður
    Valdimarsdóttir – Lækjarskóli
  • Sigrún
    Hafsteinsdóttir – Lækjarskóli
  • Svala Níelsdóttir
    – Öldutúnsskóli
  • Svandís Birna
    Harðardóttir – Víðistaðaskóli
  • Vilhelmína
    Ingibjörg Eiríksdóttir – Hlíðarendi
Ábendingagátt