Viðurkenningar fyrir bestu jólaskreytingarnar

Fréttir

Á Þorláksmessu voru veittar viðurkenningar fyrir best skreyttu húsin, best skreyttu fyrirtækin og best skreyttu götuna í Hafnarfirði sem geymir reyndar smábáta en ekki hús.

Viðurkenningar veittar – þessi þóttu hlutskörpust í skreytingunum þetta árið  

Á Þorláksmessu voru veittar viðurkenningar fyrir best skreyttu húsin, best skreyttu fyrirtækin og best skreyttu götuna í Hafnarfirði sem geymir reyndar smábáta en ekki hús. Hafnfirðingar og aðrir áhugasamir voru í upphafi desembermánaðar hvattir til að setja upp stóru jólagleraugun og senda ábendingu um þau hús, fyrirtæki og götur í Hafnarfirði sem þykja bera af í jólaskreytingum þetta árið.

Menningar- og ferðamálanefnd afhenti íbúum og eigendum fyrirtækja viðurkenningar og tré frá Skógrækt Hafnarfjarðar í Jólaþorpinu á Þorláksmessukvöld en valið var í höndum nefndarinnar.

 

Sævangur 50

Fékk viðurkenningu fyrir fallega skreytt hús í Norðurbænum þar sem lýsing er í góðu samræmi við húsið.

Sævangur 51

Fékk viðurkenningu fyrir fallega skreytt hús þar sem rauðupplýstu trén í garðinum gefa götunni fallegan jólalegan blæ.

Þrastarás 11

Fékk viðurkenningu fyrir fallega skreytt hús í Áslandinu þar sem útlínur hússins fá vel notið sín með jólalýsingunni.

Furuvellir 19

Fékk viðurkenningu fyrir að slá Íslandsmet í jólaskreytingum, metnaður og áræðni í fyrirrúmi.  Hér ríkir hinn sanni jólaandi.

Hellisgata 32

Fékk viðurkenningu fyrir fallegar jólaskreytingar sem fylla götuna sannri jólagleði.

Hellisgata 34

Fékk viðurkenningu fyrir líflegar jólaskreytingar sem hafa lyft jólaandanum og gefið nágrönnum hvatningu til að gera hið sama.

Hellisgata 36

Fékk viðurkenningu fyrir fyrir fallega og líflega jólaskreytingu.

Hlíðarbraut 5

Fékk viðurkenningu fyrir smekklega og fallega skreytt hús í eldri hluta bæjarins.

Litla hönnunarbúðin

Fékk viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu fyrir framan verslun í miðbæ Hafnarfjarðar.

Fjörukráin

Fékk viðurkenningu fyrir jólalega og skrautlega jólaskreytingu í miðbæ Hafnarfjarðar sem fyllir götunna sannri jólagleði.

Flensborgarhöfn

Fékk viðurkenningu fyrir fallega skreytta báta sem liggja við Flensborgarhöfnina og gefa mjög jólalega sýn bæði á höfnina og Hamarinn.  Virkilega góð viðbót við allar þær skreytingar sem eru í bænum í ár.

 

Hafnarfjarðarbær óskar öllum hlutaðeigandi innilega til hamingju og þakkar áhugasömum íbúum fyrir ábendingarnar! 

Ábendingagátt