Vígsla reiðhallar Sörla á miðvikudag – Öll velkomin

Tilkynningar

Ný og glæsileg reiðhöll Sörla verður vígð miðvikudaginn 4. júní. Vígslan hefst kl. 17 og er húsið opið til kl. 19. Öll velkomin.

Sörli fær afhenta nýja reiðhöll

Ný og glæsileg reiðhöll Sörla verður vígð miðvikudaginn 4. júní. Haldin verður stutt en formleg dagskrá þar sem fram koma nokkrir Sörlafélagar. Stefán Már Gunnlaugsson prestur og Sörlafélagi blessa mannvirkið. Eykt afhendir Hafnarfjarðarbæ húsið og í kjölfarið afhendir bæjarstjóri Hafnarfjarðar formanni Sörla hina stórglæsilegu reiðhöll til afnota fyrir Sörlafélaga.

  • Vígslan hefst kl 17:00. Opið hús til 19:00.

Öll velkomin.

 

Ábendingagátt