Vika íslenskrar tungu í Hvaleyrarskóla

Fréttir

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur um land allt síðastliðinn föstudag þann 16. nóvember. Læsisteymi skólans ákvað að nýta tækifærið og leggja ríka áherslu á hið fallega íslenska tungumál í eina viku og lauk þeirri viku nú í morgun með samsöng á sal.

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur um land allt síðastliðinn föstudag þann 16. nóvember. Í Hvaleyrarskóla, líkt og í öðrum skólum í Hafnarfirði , var Stóra upplestrarkeppnin sett. Læsisteymi skólans ákvað að nýta tækifærið og leggja ríka áherslu á hið fallega íslenska tungumál í eina viku og lauk þeirri viku nú í morgun með samsöng á sal þar sem sungið var lagið „Á íslensku má alltaf finna svar“ eftir Þórarinn Eldjárn. Söngkonan Guðrún Árný tók þátt í flutningi lagsins með hópnum.

Það sem m.a. var tekið fyrir í vikunni í Hvaleyrarskóla er: 

 

  • Allir kennarar völdu sér orð, málshátt eða orðatiltæki dagsins sem þeir skrifuðu með töflutússi inn í talblöðru sem staðsett var á hurðinni á stofunni þeirra. Útskýring þurfti að fylgja orðinu, málshættinum eða orðatiltækinu
  • Íslensk lög spiluð í kennslustundum þegar viðeigandi þegar nemendur voru að vinna
  • Áhersla lögð á að kennarar lesi í nestistímum
  • Bjarni Fritsson kom og las upp fyrir nemendur úr nýrri bók sinni
  • Settur á sérstakur slangurskattur

 

Frábær vika íslenskrar tungu í Hvaleyrarskóla!

Ábendingagátt