Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar hefur eftirlit með öllum greftri og framkvæmdum í landi bæjarins.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
„Vika6 er kynfræðsla í sinni víðustu mynd,“ segir Kristín Blöndal Ragnarsdóttir kynfræðslukennari en þemað í þessari sjöttu viku ársins í ár er öryggi og ofbeldi.
„Vika6 er kynfræðsla í sinni víðustu mynd,“ segir Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, kynfræðslu- og náttúrufræðikennari í Lækjarskóla og kennslufulltrúi mannréttinda hjá Hafnarfjarðarbæ. Já, næsta vika er vikan tileinkuð kynheilbrigði og kynfræðslu í hafnfirskum skólum. Hún stendur 2.-6. febrúar.
„Öryggi og ofbeldi er áherslan í ár,“ segir Kristín. „Ungmenni velja þema á hverju ári. Nú völdu þau þetta og er það ákall frá þeim. Öll umræða í samfélaginu að undanförnu talar inn í þetta viðfangsefni. Þau vilja þekkja muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samskiptum. Þetta er flott þema og við fullorðna fólkið getum verið ánægð með þessa áherslu. Ég held það veiti ekki af svona fræðslu.“
Kristín segir 10. bekkinga fá smokka í hendur. „Það er smá uppbrot og skemmtilegt inn í þessa viku. Kennarar í unglingadeildum sem kenna kynfræðslu hafa fengið spil um eðlileg og óeðlileg samskipti,“ segir hún. „Hápunkturinn á vikunni er Grunnskólahátíðin, stóra ball grunnskólanna í Hafnarfirði. Við ræðum því hvernig við getum öll passað upp á hvert annað það kvöld.“
Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, kynfræðslu- og náttúrufræðikennari í Lækjarskóla og kennslufulltrúi mannréttinda hjá Hafnarfjarðarbæ.
Kristín segir að þau sem hún hitti séu spennt fyrir vikunni. „Vika6 sé skemmtilegt uppbrot í skólastarfinu.“
En getur Kristínt nefnt dæmi um hvernig ofbeldi og öryggi í kynlífi er rætt? „Þetta snýst fyrst og fremst um samþykki, samskipti og virðingu milli aðila. Þú þarft alltaf að fá samþykki við öllu sem þú gerir við aðra manneskju,“ segir Kristín.
„Það er hægt að færa þetta þema í alla árganga og niður í leikskóla. Við ræðum hvernig við virðum mörk og það þurfum við að gera á öllum æviskeiðum.“
Hún segir að með samfélagsmiðlum hafi mörk afmáðst á nýjan hátt. „Unga fólkið okkar á svolítið erfitt með að setja mörk,“ segir hún. „Kannski hefur þetta alltaf verið svona og við verið óviss um hvar við megum draga línuna. En með samfélagsmiðlum sjáum við að þeim finnst þau eiga rétt á tíma annarra; að vinir þeirra svari þeim strax og bregðist við. Það er bannað að „seen-a“ og „góst-a“. Það er ekki töff að segja nei. Þau vilja þóknast hvort öðru.“
Unga fólkinu sé kennt að þau eigi sig og sinn tíma sjálf. „Þau verða að geta sett öðru fólki mörk. Þetta er þarft umræðuefni og fræðsla inn í skólana. Það besta er að þetta vilja þau og óska eftir. Þau eru ringluð og finnst sjálfsagt að gefa hvort öðru upp leyniorð, aðgang að miðlum sínum til að sýna að þau séu traustsins verð,“ tekur Kristín sem dæmi.
„Þetta er vandasamt þema en mér finnst vera hægt að útfæra það á fjölbreyttan hátt fyrir alla aldurshópa. Hvort sem um er að ræða ástarsambönd, eða vina- og fjölskyldusambönd, verðum að upplifa okkur örugg og vita að mörk séu virt. Þetta blandast allt saman við agaleysið í samfélaginu. Okkur finnst við eiga tilkall til allskonar hluta en þurfum að skilja að allt er ekki sjálfssagt.“
Byggðasafn Hafnarfjarðar hlaut 5,9 milljónir króna í styrki við aðalúthlutun safnasjóðs Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins.
„Vika6 er kynfræðsla í sinni víðustu mynd,“ segir Kristín Blöndal Ragnarsdóttir kynfræðslukennari en þemað í þessari sjöttu viku ársins í…
Tæpum 15 milljónum af 34 milljón króna veltu Hafnarfjarðarkortsins hefur verið varið í vörur og þjónustu hafnfirskra fyrirtækja frá því…
Lífshlaupið, sem hefst 1. febrúar, er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess…
Uppsteypa á fyrsta nýja fjölbýlishúsinu sem rís við Hraun vestur er hafin. Þar rísa 106 íbúðir auk verslana.
Bæjarstjóri verður til taks og tilbúinn í spjall í kaffihorni Fjarðar á morgun milli kl. 11-13. Öll velkomin.
Hafnarfjarðarbær hefur stofnað bílastæðasjóð til að taka á stöðubrotum í bænum. Bærinn auglýsir eftir stöðuverði.
Krakkar í 6. bekkjum hafnfirskra skóla nutu listar fyrir alla í bæjarbíói í morgun. Þá steig hljómsveitin Brek, undir nafninu…
Gaflaraleikhúsið frumsýnir leikritið Ekki hugmynd í á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu a föstudagskvöld. Glæný lög og glænýtt leikrit.
Framkvæmdir eru að hefjast við Norðurbakkann. Vinna við þennan lokafrágang mun standa yfir fram í byrjun maí næstkomandi.