Viktoría frá Vitanum kom, sá og sigraði Samfés 2021

Fréttir

Þrír hafnfirskir nemendur kepptu fyrir hönd sinna félagsmiðstöðva í söngkeppni Samfés sem haldin var í gær og sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Viktoría Tómasdóttir, nemandi í 10. bekk í Lækjarskóla, stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár. 

Uppfært 11. maí 2021

Þrír hafnfirskir nemendur kepptu fyrir hönd sinna félagsmiðstöðva í söngkeppni Samfés sem haldin var í gær og sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Viktoría Tómasdóttir, nemandi í 10. bekk í Lækjarskóla, stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár. Hún söng lagið Seven Nation Army með hljómsveitinni The White Stripes og spilaði sjálf undir á hljómborð. Aþena Ísold Birgisdóttir frá félagsmiðstöðinni Verinu í Hvaleyrarskóla og Jada Birna Long Guðnadóttir frá Nú stóðu sig jafnframt frábærlega.

Hamingjuóskir til Viktoríu, Aþenu og Jödu Birnu! 

ViktoriaSigurvegarSamfes2021

Framtíðin er heldur betur björt í Hafnarfirði!

Þær stöllur stóðu uppi sem sigurvegarar í Söngkeppni Hafnarfjarðar sem haldin var um miðjan apríl og urðu þar með fulltrúar félagsmiðstöðvanna í Hafnarfirði í Söngkeppni Samfés. Fjórtán hafnfirskir nemendur tóku þátt í Söngkeppni Hafnarfjarðar í ár og fór hún fram í beinu streymi frá Bæjarbíó þar sem þessi stóri hópur hæfileikaríkra ungmenna steig fram og fór á kostum.  

Um Söngkeppni Samfés

Söngkeppni Samfés er einn af viðburðum SamFestingsins. Keppnin hefur verið mikilvægur viðburður í starfi Samfés allt frá árinu 1992 þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Á Söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína af landinu öllu og ljóst að þúsundir unglinga hafa komið fram í gegn um tíðina. Í núverandi skipulagi komast þrjátíu atriði í lokakeppnina að undangengnum forkeppnum í hverjum landshluta. Veitt eru verðlaun fyrir efstu sætin en sérstök aukaverðlaun eru veitt fyrir besta íslenska textann sem saminn er af unglingi.

Ábendingagátt