Vikuseinkun á sorphirðu og kapp sett á að ná áætlun

Fréttir

Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið verður samkvæmt kynntum dagsetningum eftir að tunnurnar verða nú tæmdar, samkvæmt þjónustuaðila. Við þökkum íbúum fyrir skilning á ástandinu.

Sorphirðu tunnur

Sorphirða í Hafnarfirði

Íbúar hafa ekki farið varhluta af þeirri röskun og seinkun sem orðið hefur á sorphirðu síðustu daga. Búast má við vikuseinkun á sorphirðunni hér í Hafnarfirði á þessum fyrstu dögum nýs árs. Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuaðila verður allt kapp lagt á að vinna upp seinkunina og ná fyrri áætlun. Það má því búast við að réttri áætlun verði haldið eftir að tunnurnar verða tæmdar.

Sorphirðudagatal á vef bæjarins

Sorphirðudagatal á vef bæjarins er mikið notað. Eins og staðan er í dag þurfa íbúar að bæta við 7 dögum við næstu dagsetningu sem birtist. Eins og áður sagði er síðan stefnt á fyrri áætlun og að aðrar dagsetningar haldi.

Sláðu inn götuheiti og fáðu dagsetningar fyrir þitt heimili

Þakkir fyrir sýndan skilning!

 

Yfirlit yfir endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu 

Yfirlit yfir grenndarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Ábendingagátt