Vilja innleiða geðrækt í nám og líf allra barna

Fréttir

Á ráðstefnunni Geðrækt er málið! sem fram fór í vikunni, undirrituðu bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar Rósa Guðbjartsdóttir og Arna Pálsdóttir starfandi formaður stjórnar Píeta samtakanna, áskorun til stjórnvalda og þeirra sem koma að uppeldi og menntun barna, að setja forvarnarstarf í þágu barna á oddinn. Með áskoruninni vilja Hafnarfjarðarbær og Píeta ítreka þörf fyrir innleiðingu geðræktar í nám og líf allra barna. 

Áskorun til stjórnvalda og allra þeirra sem koma að uppeldi og menntun barna

Á ráðstefnunni Geðrækt er málið! sem fram fór í vikunni, undirrituðu bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar Rósa Guðbjartsdóttir og Arna Pálsdóttir starfandi formaður stjórnar Píeta samtakanna, áskorun til stjórnvalda og þeirra sem koma að uppeldi og menntun barna, að setja forvarnarstarf í þágu barna á oddinn. Með áskoruninni vilja Hafnarfjarðarbær og Píeta ítreka þörf fyrir innleiðingu geðræktar í nám og líf allra barna.  

DSC_3586

Arna Pálsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir skrifa undir áskorun til stjórnvalda  

Áskorun til stjórnvalda – geðrækt fyrir börn

Mikilvægt að hraða innleiðingu laga og aðgerðaáætlana  

Í áskoruninni er jafnframt ítrekað mikilvægi þess að hraða innleiðingu laga og aðgerðaáætlana sem hafa verið sett fram í þágu barna til að fyrirbyggja alvarleg geðheilbrigðismál í nútíð og framtíð. Í áskoruninni kemur fram að áföll og erfið lífsreynsla í æsku geta haft alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og þróun sálrænna og félagslegra vandamála síðar í lífinu. Þess vegna skipta geðheilsuefling og forvarnaraðgerðir sem miða að því að styrkja getu barna til að stjórna tilfinningum, sporna við áhættuhegðun, byggja upp þrautseigju og seiglu til að takast á við erfiðar aðstæður og mótlæti, og sinna sjálfshjálp, lykilmáli. 

DSC_3321Færri komust að en vildu á ráðstefnunni Geðrækt er málið! 

Skólasamfélagið ákjósanlegasti vettvangurinn – tilraunaverkefni í Hafnarfirði 

Landlæknisembættið hefur til framkvæmdar aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi sem var samþykkt í apríl 2018. Samkvæmt henni er skólasamfélagið ákjósanlegasti vettvangurinn til að ná til sem flestra barna í samfélaginu með geðrækt og forvörnum. Síðastliðinn vetur tilraunakenndu Hafnarfjarðarbær og Píeta samtökin forvarnarnámskeiðið Building Resilience and Brighter Futures (BUILD) í öllum 8. bekkjum í Hafnarfirði með jákvæðum árangri. BUILD námskeiðið, upphaflega þróað á Írlandi og innleitt þar með góðum árangri, var þróað áfram og aðlagað að íslenskum aðstæðum. BUILD er 6. vikna námskeið sem er ætlað að styðja ungmenni til takast á við ólíkar áskoranir í lífinu, byggja upp þrautsegju og seiglu, efla sjálfstraust og tilfinningafærni. BUILD er verkfæri í verkfærakistuna, kemur til móts við kröfur um valdeflingu fagfólks í skólum, hentar til að innleiða fyrsta stigs forvarnir, og er hægt að sníða að þörfum barna hverju sinni fyrir fræðslu og stuðning. Fleiri sveitarfélög þurfa að innleiða verkfæri eins og BUILD. 

Samtakamáttur og samþætting ólíkra kerfa er lykilatriði 

Samtakamáttur ólíkra kerfa, s.s mennta-, félags- og heilbrigðiskerfis, en einnig félagasamtaka sem vinna þvert á kerfin og veita því stuðning, skiptir mestu máli þegar kemur að forvarnarstarfi. Þannig er brýnt að samþætting þjónustu á milli ráðuneyta og stofnana annars vegar, og innan stofnana hins vegar, verði komið á sem fyrst. Allar forsendur eru til staðar til að taka höndum saman en það vantar bæði stuðning og raunverulegan vilja til að innleiða geðrækt markvisst inn í nám barna. Einstaka fagstéttir þurfa einnig að skoða tækifæri sem felast í teymisvinnu og samstarfi með það að leiðarljósi að bjóða upp á heildstæða stigskipta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þar sem styrkleikar barna, ekki veikleikar, eru í forgrunni.

Frekari upplýsingar veita: 

 

  • Eiríkur Þorvarðarson, deildarstjóri greiningar og ráðgjafar Hafnarfjarðarbær – eirikurth@hafnarfjordur.is /  664 5815
  • Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir – hulda@pieta.is /  698 0929

 

Ábendingagátt