Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á ráðstefnunni Geðrækt er málið! sem fram fór í vikunni, undirrituðu bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar Rósa Guðbjartsdóttir og Arna Pálsdóttir starfandi formaður stjórnar Píeta samtakanna, áskorun til stjórnvalda og þeirra sem koma að uppeldi og menntun barna, að setja forvarnarstarf í þágu barna á oddinn. Með áskoruninni vilja Hafnarfjarðarbær og Píeta ítreka þörf fyrir innleiðingu geðræktar í nám og líf allra barna.
Arna Pálsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir skrifa undir áskorun til stjórnvalda
Áskorun til stjórnvalda – geðrækt fyrir börn
Í áskoruninni er jafnframt ítrekað mikilvægi þess að hraða innleiðingu laga og aðgerðaáætlana sem hafa verið sett fram í þágu barna til að fyrirbyggja alvarleg geðheilbrigðismál í nútíð og framtíð. Í áskoruninni kemur fram að áföll og erfið lífsreynsla í æsku geta haft alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og þróun sálrænna og félagslegra vandamála síðar í lífinu. Þess vegna skipta geðheilsuefling og forvarnaraðgerðir sem miða að því að styrkja getu barna til að stjórna tilfinningum, sporna við áhættuhegðun, byggja upp þrautseigju og seiglu til að takast á við erfiðar aðstæður og mótlæti, og sinna sjálfshjálp, lykilmáli.
Færri komust að en vildu á ráðstefnunni Geðrækt er málið!
Landlæknisembættið hefur til framkvæmdar aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi sem var samþykkt í apríl 2018. Samkvæmt henni er skólasamfélagið ákjósanlegasti vettvangurinn til að ná til sem flestra barna í samfélaginu með geðrækt og forvörnum. Síðastliðinn vetur tilraunakenndu Hafnarfjarðarbær og Píeta samtökin forvarnarnámskeiðið Building Resilience and Brighter Futures (BUILD) í öllum 8. bekkjum í Hafnarfirði með jákvæðum árangri. BUILD námskeiðið, upphaflega þróað á Írlandi og innleitt þar með góðum árangri, var þróað áfram og aðlagað að íslenskum aðstæðum. BUILD er 6. vikna námskeið sem er ætlað að styðja ungmenni til takast á við ólíkar áskoranir í lífinu, byggja upp þrautsegju og seiglu, efla sjálfstraust og tilfinningafærni. BUILD er verkfæri í verkfærakistuna, kemur til móts við kröfur um valdeflingu fagfólks í skólum, hentar til að innleiða fyrsta stigs forvarnir, og er hægt að sníða að þörfum barna hverju sinni fyrir fræðslu og stuðning. Fleiri sveitarfélög þurfa að innleiða verkfæri eins og BUILD.
Samtakamáttur ólíkra kerfa, s.s mennta-, félags- og heilbrigðiskerfis, en einnig félagasamtaka sem vinna þvert á kerfin og veita því stuðning, skiptir mestu máli þegar kemur að forvarnarstarfi. Þannig er brýnt að samþætting þjónustu á milli ráðuneyta og stofnana annars vegar, og innan stofnana hins vegar, verði komið á sem fyrst. Allar forsendur eru til staðar til að taka höndum saman en það vantar bæði stuðning og raunverulegan vilja til að innleiða geðrækt markvisst inn í nám barna. Einstaka fagstéttir þurfa einnig að skoða tækifæri sem felast í teymisvinnu og samstarfi með það að leiðarljósi að bjóða upp á heildstæða stigskipta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þar sem styrkleikar barna, ekki veikleikar, eru í forgrunni.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…