Vill kaupa St. Jósefsspítala

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerir að tillögu sinni að formlegar samningaviðræður hefjist við Fasteignir ríkisins um kaup bæjarins á eignarhlut ríkisins í St. Jósefsspítala.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerir að tillögu sinni að formlegar samningaviðræður hefjist við Fasteignir ríkisins um kaup bæjarins á eignarhlut ríkisins í St. Jósefsspítala.

Síðustu misseri hafa viðræður átt sér stað milli Hafnarfjarðarbæjar og Fjármálaráðuneytisins um framtíð bygginga St. Jósefsspítala en fasteignirnar voru auglýstar til sölu á síðasta ári. Meðal annars hafa viðræður milli bæjarins og ríkisins snúist um beiðni bæjaryfirvalda um að sérstök forvalsnefnd verði sett á laggirnar um framtíðarhlutverk fasteignanna. Þeirri ósk var hafnað af hálfu ríkisins. Í kjölfar þessa hyggst bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú óska eftir formlegum viðræðum um kaup á hlut ríkisins. Þannig yrði tryggt að bærinn hefði forræði yfir eignunum og gæti tryggt að þær kæmust í virka notkun í þágu nærsamfélagsins. Tillagan verður lögð fram til umræðu og afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn 20. janúar – sjá tillögu í heild
hér

Ljósmynd: 
www.vb.is

Ábendingagátt