Vilt þú taka þátt í að þróa nýtt landsvæði?

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um skipulagsvinnu og uppbyggingu á landsvæði sem nefnist Hamranes. Svæðið er sunnan við Ásvallabraut, Velli 6 og Skarðshlíð. Svæðið er um 25 hektarar að stærð og verður tenging inn á svæðið frá Ásvallabraut. Leitað er eftir þróunaraðilum að fyrsta áfanga svæðisins. 

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um skipulagsvinnu og uppbyggingu á landsvæði sem nefnist Hamranes. Svæðið er sunnan við Ásvallabraut, Velli 6 og Skarðshlíð. Svæðið er um 25 hektarar að stærð og verður tenging inn á svæðið frá Ásvallabraut. Leitað er eftir þróunaraðilum að fyrsta áfanga svæðisins.

HamranesSvaedid

Þróunaraðilar að fyrsta áfanga

Hafnarfjarðarbær leitar eftir þróunaraðilum að fyrsta áfanga svæðisins. Auglýst er eftir hópum; arkitektum í samstarfi við hönnuði og byggingaraðila, félagasamtökum, hagsmunahópum og fleirum sem kunna að hafa áhuga á að koma að áframhaldandi þróun og uppbyggingu þessa svæðis. Um er að ræða þróunarvinnu á reitum 1-4. Sjá mynd:

HamranesSvaedi

Grundvöllur fyrir nýjar hugmyndir út frá þörf á markaði

Í samfélagsumræðunni undanfarin ár hefur borið talsvert á hugmyndum um minni íbúðir, byggingakostnað, sjálfbærni, endurvinnslu, ferðakostnað og breytt búsetuform svo fátt eitt sé nefnt. Með skipulagi og uppbyggingu á Hamranessvæðinu er stefnt að því opna fyrir og skapa grundvöll fyrir nýjar hugmyndir.

Umsóknarform á Mínum síðum

Umsóknarform er að finna á MÍNUM SÍÐUM Hafnarfjarðarbæjar. Umsækjandi (fyrirtæki/hönnunarhópur) skal í umsókn sinni gera góða grein fyrir hæfni sinni til að vinna deiliskipulag, hanna byggingarnar og byggja. Hann skal skila inn ítarlegum upplýsingum um hæfni og reynslu fyrirtækis/samtaka og starfsmanna og upplýsingum um fjárhagslegt hæfi. Hafnarfjarðarbær áskilur sér fullan rétt til að meta hvort umsækjandi uppfylli kröfur um hæfi á grundvelli þeirra upplýsinga sem fylgja umsókn. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Umsækjendur verða boðaðir til kynningarfundar um verkefnið. Umsóknum skal skilað inn í síðasta lagi sunnudaginn 13. október 2019.

Nánari upplýsingar veitir Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í síma: 585-5500

Hamranes – yfirlitsmynd

Auglysing-hamranes-prufa

Ábendingagátt