Sjö þróunarreitir lausir til umsóknar í Hamranesi

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir þróunaraðilum til að taka þátt í áframhaldandi þróun í Hamranesi. Um er að ræða sjö þróunarreiti fyrir um 60 íbúðir á reit á austursvæðinu, sunnan Hringhamars. Skilafrestur umsókna er til og með 8. mars 2021.  

Hafnarfjarðarbær
óskar eftir aðilum til að taka þátt í áframhaldandi þróun og uppbyggingu í Hamranesi.
Um er að ræða sjö þróunarreiti fyrir um 60 íbúðir á hverjum reit á austursvæðinu, sunnan
Hringhamars sem tilbúnir eru fyrir deiliskipulagsvinnu. Ekki er hægt að sækja um ákveðna reiti heldur gildir umsókn almennt um þróunarreit á svæðinu. 

ThrounarreitirHamranesMars2021

Um er að ræða reiti í Hamranesi með auðkenninguna 26B, 27B, 28B, 29B, 30C, 31C og 32C á mynd 

Umsóknarform á Mínum síðum

Umsækjendur þurfa að sýna fram á fjárhagslega getu, yfirlit yfir fyrri verk og nýjungar í sínum verkefnum. Umsækjendur skulu einnig tilgreina samstarfsaðila ef einhverjir eru. Umsóknarform fyrir þróunarreitina er að finna á Mínum síðum. Umsækjandi skal í umsókn sinni gera góða grein fyrir hæfni sinni, reynslu og skila inn upplýsingum um fjárhagslegt hæfi. Hafnarfjarðarbær áskilur sér fullan rétt til að meta hvort umsækjandi uppfylli kröfur um hæfi á grundvelli þeirra upplýsinga sem fylgja umsókn. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. 

Skilafrestur umsókna er til og með 8. mars 2021. Hægt er að nefna númer á reit í umsókn ef áhugi er fyrir ákveðnum reit. Annars skal bara skrifa: Þróunarreitur í báða dálka

UmsoknThrounarreitur

Sótt er um þróunarreitina hér

Um Hamranes

Hamranes er nýbyggingarsvæði sunnan við Ásvallabraut, Velli 6 og Skarðshlíð. Svæðið er um 25 hektarar að stærð og verður tenging inn á svæðið frá Ásvallabraut sem ráðgert er að verði tilbúin á haustmánuðum 2021. Skipulagsvinna, gatnagerð og innviðauppbygging hefur verið í fullum gangi í Hamranesi síðustu vikur og mánuði og allt kapp lagt á að hraða uppbyggingu á hverfinu til að mæta eftirspurn og áhuga eftir hvorutveggja íbúðum og lóðum á svæðinu. Gatnagerð er nú lokið í kringum verktakareiti og í kringum Bjarg en búast má við að annarri gatnagerð ljúki í haust. Þá er búið að úthluta í Hamraneshverfi þróunarreitum með a.m.k. 1022 íbúðum og geta lóðarhafar farið í deiliskipulagsvinnu á sínum reitum.

Ábendingagátt