Viltu fá SMS skilaboð frá bænum þínum?  

Fréttir

Hafnarfjarðarbær nýtir fjölbreyttar leiðir til að ná til íbúa og fyrirtækja í bænum. Ein af þessum leiðum eru SMS smáskilaboð til íbúa og fyrirtækja í ákveðnum götum og hverfum bæjarins þegar við á.

Skráning í skilaboðakerfi fyrir sértækar upplýsingar

Hafnarfjarðarbær nýtir fjölbreyttar leiðir til að ná til íbúa og fyrirtækja í bænum. Ein af þessum leiðum eru SMS smáskilaboð til íbúa og fyrirtækja í ákveðnum götum og hverfum bæjarins þegar við á. Þessi leið er til að mynda notuð þegar koma þarf út sértækum upplýsingum um t.d. bilanir, viðgerðir, lokanir og götusópanir. Á næstu vikum verður skilaboðakerfið notað til að koma upplýsingum til íbúa um afhendingu á nýju sorpíláti. Þá mun hvert hverfi fyrir sig fá upplýsingar þegar afhendingardagur nálgast.

Skráning í skilaboðakerfi

Skilaboðakerfið er tengt við Kortavef Hafnarfjarðarbæjar sem nýtir þjónustu 1819.is. Ef símanúmer íbúa er ekki skráð hjá 1819, er hægt að skrá það á vef 1819.is eða óska eftir því að númer sé skráð í skilaboðakerfið hjá Hafnarfjarðarbæ með því að senda tölvupóst á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is með nafni íbúa, símanúmeri og heimilisfangi.

Ábendingagátt