Viltu kenna íslensku í sjálfboðastarfi?

Tilkynningar

Hafnarfjarðarber hefur hafið samstarf við Rauða krossinn um íslenskukennslu og leitar að sjálfboðaliðum.

Sjálfboðaliði í íslenskukennslu

Viltu miðla af íslenskuþekkingu þinni? Hafnarfjarðarbær hefur hafið samstarf við Rauða krossinn um íslenskukennslu og leitar að einstaklingum sem geta miðlað og kennt. Þetta er sjálfboðastarf og tilvalin leið til að láta gott af sér leiða í þágu einstaklinga sem og samfélagsins.

Viltu vita meira? Hafðu samband við Rauða krossinn í gegnum netfangið thorsteinn@redcross.is eða Hildi Ýr Jónsdóttur verkefnastjóra fjölmenningar hjá Hafnarfjarðarbæ í gegnum netfangið: hilduryr@hanfarfjordur.is

  • Eða sækið um hér
Ábendingagátt