Viltu losna við grenitré úr þínum garði?

Fréttir

Garðyrkjustjóri fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar leitar hér með eftir grenitrjám sem hafa e.t.v. lokið sínu hlutverki hjá garðeigendum.

Garðyrkjustjóri fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar leitar hér með eftir grenitrjám sem hafa e.t.v. lokið sínu hlutverki hjá garðeigendum.

Tréð nýtist sem gleðigjafi yfir jólahátíðina

Eins og margir vita þá geta grenitré orðið mjög há, breið og taka oft ansi mikið pláss í heimilisgörðunum. Íbúar eiga oft í vandræðum með þessi tré og oft er kostnaðarsamt fyrir garðeigandann að fjarlægja slík tré. Því var ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi með því að bærinn bjóði upp á slík skipti. Bærinn sendir mannskap og tæki til að fjarlægja tréð og allt er þetta íbúa að kostnaðarlausu. Ávinningurinn er okkur öllum í hag, enda nýtist tréð sem gleðigjafi yfir hátíðina, íbúinn fær aukið rými í garðinum og að aðventu lokinni er tréð nýtt í trjákurl í bæjarlandinu.

Tréð þarf að vera a.m.k. 5 metra hátt

Skilyrðin eru að tréð hafi náð a.m.k. fimm metra hæð, að vaxtarlagið sé gott þ.e.a.s. að tréð sé vel greint allan hringinn og það sé auðvelt að komast að því til að fella það niður við jörðu. Trén verða sett upp á fyrirfram ákveðna staði á tímabilinu 1. nóvember til 17. nóvember.

Áhugasamir geta haft samband við garðyrkjustjóra í síma 585-5670, 585-5674 eða sent tölvupóst á netfangið: ingibjorgs@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt