Viltu taka þátt í viðburðum sumarsins? Láttu okkur vita

Fréttir

Við fögnum menningu og samveru í Hafnarfirði með fjölbreyttri dagskrá í allt sumarið! Göngur, Listir, tónlist, fjölskyldustemning og skemmtilegir viðburðir munu fylla bæinn frá júní til ágúst. Viltu vera með viðburð? Sendu okkur línu.

Sumarið er skemmtilegt í Hafnarfirði

Við fögnum menningu og samveru í Hafnarfirði með fjölbreyttri dagskrá í allt sumarið! Göngur, Listir, tónlist, fjölskyldustemning og skemmtilegir viðburðir munu fylla bæinn frá júní til ágúst – viðburðir fyrir alla aldurshópa, víða um bæinn og undir berum himni. Hvort sem þú ert að skipuleggja viðburð eða vilt fylgjast með því sem er í gangi – þá er sumarið 2025 tíminn til að njóta Hafnarfjarðar í allri sinni dýrð. Dagskráin verður birt í sumarbæklingi sem borinn verður í hús í Hafnarfirði í lok maí en einnig verða viðburðir uppfærðir reglulega hér á vefnum.

Langar þig að taka þátt?
Þeir sem hyggjast standa fyrir viðburði eru hvattir til að hafa samband og senda inn upplýsingar á netfangið menning@hafnarfjordur.is sem fyrst.

Nýttu Upplifunarhúsin á Thorsplani!
Við bjóðum einnig upp á tækifæri til að nýta glerhúsin við jaðar Thorsplans fyrir gleðilega viðburði, vörukynningar og þjónustu. Húsin má panta í gegnum hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Þeim þarf að skila í toppstandi, rétt eins og komið var að húsunum.

Góða skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar!

Ábendingagátt