Viltu vera með á umhverfisvaktinni?

Fréttir

Félögum, samtökum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að sækja um þátttöku í Umhverfisvaktinni gegn fjárstyrk.

Öllum félögum, samtökum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að sækja um þátttöku í Umhverfisvaktinni gegn fjárstyrk. Verkefnið snýr að umhirðu og fegrun bæjarins og er markmiðið sem fyrr að efla umhverfisvitund íbúa, fegurri bær og aukin hreinsun.

Hafnarfirði hefur verið skipt upp í svæði og komast aðeins tólf hópar að í hvert skipti. Hóparnir hreinsa sitt svæði tvisvar sinnum á ári, einu sinni á tímabilinu 6. maí – 5. júní og einu sinni á tímabilinu 1. – 27. september. Við úthlutun á svæði er tekið tillit til hóps og umhverfis.

Umsóknarfrestur til 10. apríl 2019

Umsóknir eiga að berast á netfangið: ishmael@hafnarfjordur.is

Nánari upplýsingar um umhverfisvaktina er að finna HÉR

Ábendingagátt