Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Heilsulausnir mun á næstu vikum bjóða nemendum í 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar upp á vímuefnafræðsluna Veldu með það fyrir augum að upplýsa ungmennin okkar um skaðsemi vímuefna og ávanabindingu samhliða því að styrkja sjálfsmynd þeirra. Foreldrum mun standa til boða fjarfræðsla þar sem hægt er að komast í beint samband við fræðarana.
Hafnarfjarðarbær í samstarfi við fyrirtækið Heilsulausnir mun á næstu vikum bjóða nemendum í 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar upp á Vímuefnafræðsluna Veldu með það fyrir augum að upplýsa ungmennin okkar um skaðsemi vímuefna og ávanabindingu samhliða því að styrkja sjálfsmynd þeirra. Fræðarar á vegum Heilsulausna, sem eru hjúkrunarfræðingar að mennt, byggja fræðsluefni sitt á gagnreyndum heimildum ásamt reynslu í starfi og leggja áherslu á virka þátttöku ungmennanna sjálfra í fræðslunni.
Foreldrum stendur jafnframt til boða rafræn foreldrafræðsla samdægurs í kjölfar heimsóknar í „sinn skóla“ þar sem farið er yfir helstu efnisatriði fræðslu auk þess sem hægt er að komast í beint samband við fræðarana. Viðkomandi skóli deilir tengil með foreldrum og/eða forráðamönnum þeirra nemenda sem fræðsluna fá. Fyrirlesturinn opnast kl. 16 sama daga og fræðslan í skólanum fer fram og er aðgengilegur til miðnættis sama kvöld. Þannig hafa foreldrar og forráðamenn átta klukkustundir til að horfa á fyrirlesturinn auk þess sem hægt er að ná sambandi við fræðarana innan sama tímaramma.
Á hverju ári taka nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar þátt í stórri landskönnun varðandi vímuefnaneyslu og er áhersla lögð á að meta og skoða sérstaklega þá þætti sem virðast skipta máli í lífi ungmenna hverju sinni. Þannig var í fyrirlögninni í ár t.d. bætt við spurningum sem snúa að svefnvenjum ungmenna, koffínneyslu og rafrettunotkun. Hafnarfjarðarbær, líkt og önnur sveitarfélög sem taka þátt í könnun, fær sérstaka skýrslu fyrir sveitarfélagið og gefa niðurstöðurnar ákveðna mynd af lífstíl, viðhorfi og vímuefnaneyslu hafnfirskra ungmenna á hverjum tímapunkti. Niðurstöður könnunar í ár og möguleg áhrif Covid19 á samfélagið okkar ýttu Heilsubænum Hafnarfirði af stað í það verkefni að auka enn frekar við fjölbreytileikann í því öfluga forvarnarstarfi sem þegar er í gangi í sveitarfélaginu. Niðurstöður könnunar gefa ákveðnar vísbendingar um mögulega aukna notkun ávanabindandi vímuefna hjá ungmennunum okkar og við því þarf að bregðast. Vímuefnafræðslan Veldu varð fyrir valinu.
Lykiltölur hafnfirskra ungmenna – niðurstaða könnunar í febrúar 2020
Heilsubærinn Hafnarfjörður tekur forvarnarhlutverk sitt alvarlega og hefur um nokkurt skeið farið þá leið að bjóða upp á fræðslu frá fyrirmyndum og yngri fræðurum innan grunnskóla Hafnarfjarðar. Hefur þessi leið mælst vel fyrir hjá nemendum, foreldrum og starfsfólki skólanna. Umræðan verður oft opnari og öðruvísi og þykir því góð viðbót við þá fræðslu og hvatningu sem á sér stað með öðrum hætti í gegnum skólana, félagsmiðstöðvar og/eða ungmennahús. Þannig hefur hafnfirski tónlistarmaðurinn Jón Jónsson t.a.m. heimsótt alla nemendur í 8. bekk í upphafi hvers árs með fræðslu um heilbrigðan lífsstíl og rafrettunotkun og Geðfræðslufélagið Hugrún heimsótt nemendur í 9. bekk með fræðslu um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði. Jákvæðar og uppbyggilegar forvarnir eru til þess fallnar að styrkja ungmennin okkar og hvetja þau til að vanda valið og hugsa um heilsuna; líkamlega og andlega.
Vímuefnafræðslan heitir VELDU sem vísar í að allir eigi val og það sé mikilvægt að taka ákvörðun um það hvaða stefnu maður vill taka í lífinu.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…