Vinabæjamót í undirbúningi

Fréttir

Þjóðfánum Íslands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar var flaggað við Ráðhús Hafnarfjarðar í morgun en fulltrúar vinabæja Hafnarfjarðar eru staddir í Hafnarfirði þessa dagana vegna undirbúningsfundar vegna vinabæjarmóts 2017.

Þjóðfánum Íslands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Noregs
og Svíþjóðar var flaggað við Ráðhús Hafnarfjarðar í morgun en fulltrúar vinabæja
Hafnarfjarðar eru staddir í Hafnarfirði þessa dagana vegna undirbúningsfundar
vegna vinabæjarmóts 2017.

Vinabæjarmót eru að jafnaði haldin annað hvert ár og nú er
komið að Hafnarfirði að vera gestgjafi en mótið var síðast haldið í Hafnarfirði
árið 2005. Mótin samanstanda af uppákomum æskulýðs-, íþrótta og menningarhópa
frá bæjunum auk ráðstefna og málþinga um hin ýmsu sameiginlegu málefni norrænu
bæjanna. Vinabæjarkeðjan stuðlar einnig að heimsóknum skólahópa og
þekkingarheimsókna á milli staðanna.

Norræna
vinasambandið var stofnað árið 1947 en þá voru vinabæirnir aðeins tveir,
Uppsalir í Svíþjóð og Friðriksberg í Danmörku. Árið 1949 bættust við Bærum í
Noregi og Hämeenlinna í Finnlandi og tveimur árum síðar eða árið 1951 gerðist
Hafnarfjarðarbær þátttakandi í norrænu vinabæjarkeðjunni. Nýjasti bærinn í
keðjunni er síðan Tartu í Eistlandi sem bættist við árið 1991. 

Ábendingagátt