Vinabær Hafnarfjarðar frá Kína í heimsókn í síðustu viku

Fréttir

Baoding er 11 milljón manna borg í um 125 km fjarlægð frá Peking. Hafnarfjarðarbær og Baoding hafa átt í vinabæjarsamstarfi í rúma tvo áratugi. Vinabæjarsamstarfið hefur skipt miklu máli fyrir árangur jarðhitasamstarfs Íslendinga og Kínverja um að jarðhitavæða borgir og bæi í Kína en miklar jarðhitaauðlindir eru á stjórnsýslusvæði Baoding.

Sex manna sendinefnd frá Baoding, vinabæ Hafnarfjarðar í
Kína, sótti bæinn heim á dögunum. Fyrir hópnum fór Li Junling, staðgengill
borgarstjóra Baoding, og áttu hann og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri saman
fund þar sem rætt var starfsemi bæjarins, innleiðingu jafnlaunastaðals,
verkefni heilsueflandi samfélags, vaxandi atvinnulíf í bænum og umhverfismál.

Hópurinn hafði sérstakan áhuga á að kynna sér jarðhita og
nýtingu hans og heimsótti Reykjanesvirkjun og fræddist um auðlindagarðinn sem
nýtir auðlindastrauma frá jarðvarmaverum á Reykjanesi og fór í skoðunarferð um
Seltún í Krísuvík. Þá fór hópurinn í heimsókn í Áslandsskóla og fræddist um
skólastarfið þar og yfirstandandi iPad innleiðingu, heimsótti matvælafyrirtækið
Tor þar sem rætt var um matvælaöryggi og rekjanleika afurða og heimsótti
knattspyrnufélagið Hauka á Ásvöllum og fór í skoðunarferð um Ásvallalaug.

Baoding er 11 milljón manna borg í um 125 km fjarlægð frá
Peking. Hafnarfjarðarbær og Baoding hafa átt í vinabæjarsamstarfi í rúma tvo
áratugi. Vinabæjarsamstarfið hefur skipt miklu máli fyrir árangur jarðhitasamstarfs
Íslendinga og Kínverja um að jarðhitavæða borgir og bæi í Kína en miklar
jarðhitaauðlindir eru á stjórnsýslusvæði Baoding.

Ábendingagátt