Vinabær tekur fyrstu skóflustunguna

Fréttir

Hópurinn á bak við Vinabæ hefur nú tekið fyrstu skóflustunguna að framtíðarhúsnæði sínu að Stuðlaskarði 2 í Skarðshlíðarhverfi. Rekstrarfélag Vinabæjar er hlutafélag í eigu sex einstaklinga og aðstandenda þeirra sem hefur þann tilgang að sjá um þjónustu við íbúar Vinabæjar og mun félagið sjá um byggingu húsnæðisins að Stuðlaskarði. Ráðgert er að íbúðirnar verði tilbúnar í desember 2021.

Hópurinn á bak við Vinabæ hefur nú tekið fyrstu skóflustunguna að framtíðarhúsnæði sínu að Stuðlaskarði 2 í Skarðshlíðarhverfi. Rekstrarfélag Vinabæjar er hlutafélag í eigu sex einstaklinga og aðstandenda þeirra sem hefur þann tilgang að sjá um þjónustu við íbúar Vinabæjar og mun félagið sjá um byggingu húsnæðisins að Stuðlaskarði. Ráðgert er að íbúðirnar verði tilbúnar í desember 2021.

IMG_6543

Íbúarnir sex tóku saman fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði að Stuðlaskarði 2 í Skarðshlíðarhverfi.

Íbúar hafa sjálfir bein áhrif á áherslur í þjónustunni

Þjónustusamningur við Vinabæ um sértæka búsetuþjónustu, sem undirritaður var í upphafi árs 2019, á sér engin fordæmi. Þannig felur þjónustusamningurinn í sér aðlagaða og sérhæfða þjónustu í takti við þarfir notendanna hverju sinni og hafa notendur sjálfir bein áhrif á áherslur og stefnu í veittri þjónustu. Yfirlýst markmið með framtakinu er að finna leið til að tryggja jafnrétti til búsetu og búa til skilyrði og umhverfi sem ýtir undir sjálfstæði og virka þátttöku í samfélaginu.

IMG_6541Eins og sjá má þá ríkir mikil eftirvænting og gleði meðal væntanlegra íbúa. 

Til hamingju íbúar og aðstandendur!

Ábendingagátt