Vinátta í leikskólum Hafnarfjarðar

Fréttir

Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi – verður innleitt í alla leikskóla Hafnarfjarðar á árinu. Innleiðingin hófst formlega í dag þegar öllum leikskólum voru afhent námsgöng sem tilheyra verkefninu. Verkefnið miðar að því að kenna ungum börnum heppileg samskipti og vinna gegn útilokun með því að leggja áherslu á vináttu, samkennd og samvinnu í öllum kringumstæðum.

Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi – verður innleitt í alla leikskóla Hafnarfjarðar á árinu. Innleiðingin hófst formlega í dag þegar öllum leikskólum voru afhent námsgöng sem tilheyra verkefninu. Starfsmenn allra leikskólanna sækja svo námskeið, þar sem þeir fá fræðslu um verkefnið og þjálfun í að nota það. Vináttuverkefnið miðar að því að kenna ungum börnum heppileg samskipti og vinna gegn útilokun með því að leggja áherslu á vináttu, samkennd og samvinnu í öllum kringumstæðum.

Vináttuverkefnið hófst á Íslandi með því að sex leikskólar úr jafnmörgum sveitarfélögum settu af stað þróunarverkefni í að staðfærslu og innleiðingu á verkefninu. Þar á meðal var Leikskólinn Vesturkot í Hafnarfirði. Vinátta  er danskt verkefni að uppruna sem gengur undir heitinu Fri for moberi á dönsku, en hefur verið þýtt á íslensku og staðfært. Það er hugsað sem forvarnarverkefni gegn einelti og er sérstaklega sniðið að leikskólastarfi. Verkefnið byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem eru samofin öllu skólastarfinu auk verkefna sem sniðin eru að börnum, starfsfólki og foreldrum. Með þeirri ákvörðun að innleiða vináttuverkefnið í alla leikskóla bæjarins vill Hafnarfjarðarbær stuðla að enn frekari uppbyggingu á góðum skólabrag, leggja áherslu á heppileg samskipti sem byggð er á virðingu og koma þannig í veg fyrir einelti í samfélagi barnanna.

Ábendingagátt