Vináttuböndin við Tartu treyst!

Fréttir

Tólf manna sendinefnd frá vinabæ Hafnarfjarðar Tartu í Eistlandi heimsótti bæinn heim í byrjun vikunnar. Hún kynnti sér starfsemina og íþróttaaðstöðu og var ánægð með móttökurnar.

Sendinefnd frá Tartu skoðaði fjörðinn fagra!

Gestir vinabæjar Hafnarfjarðar frá Tartu í Eistlandi kynntust bæjarfélaginu vel þegar þeir komu í opinbera heimsókn fyrr í vikunni. Þeir heimsóttu Lækjarskóla þar sem Kristín Blöndal kennari, kynjafræðingur, og verkefnastýra innleiðingar kynfræðslu og kynjafræði í grunnskóla Hafnarfjarðar tók á móti þeim. Tólf voru í sendinefndinni sem kynnti sér íþróttamannvirki bæjarins og hitti fyrir Magnús Gunnarsson, stjórnarformann Hauka og Viðar Halldórsson stjórnarformann FH.

Sendinefndin skoðaði einnig glænýja aðstöðu Brettafélags Hafnarfjarðar og hitti þar Aðalstein Valdimarsson stjórnarformann. Nafni hans Aðalsteinn Hrafnkellsson, forstöðumaður sundlauganna í Hafnarfirði, og Klaus Jurgen Ohk, framkvæmdastjóri og sundþjálfari hjá SH, hittu einnig hópinn og sýndu aðstöðuna.

Hafnarfjörður og vinabæirnir

Tartu er einn vinabæja Hafnarfjarðar rétt eins og Tvöroyri í Færeyjum og Baoding í Kína. Síðan starfar Cuxhavenfélagið í bænum sem tengir vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi saman. Þau vinatengsl voru stofnuð árið 1988. Sviðsstjóri stjórnsýslu fer með erlend samskipti fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.

Almennt er stefnt að því að vinabæirnir hittist annað hvert ár á vinabæjamótum. Á mótunum eru uppákomur æskulýðs-, íþrótta- og menningarhópa frá bæjunum, auk ráðstefna og málþinga um ýmis sameiginleg málefni bæjanna. Vinabæjarkeðjan stuðlar einnig að heimsóknum skólahópa og þekkingarheimsókna á milli staðanna. Dagurinn með sendinefnd Tartu var afar vel heppnaður og böndin treyst við vinabæinn.

Hafnarfjarðarbær þakkar sendinefndinni kærlega fyrir góða samveru.

Ábendingagátt