Vinir Elísu Margrétar – bók með boðskap

Fréttir

Höfundar og útgefendur bókarinnar, Vinir Elísu Margrétar, hafa á síðustu dögum og vikum farið á milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og gefið eintak af bókinni, sem gefin var út til minningar um þriggja ára stúlku sem lést úr heilasjúkdómi fyrir þremur árum. Faðir Elísu Margrétar, Hafsteinn Vilhelmsson, mætti á fund leikskólastjóra Hafnarfjarðar í síðustu viku og færði leikskólum bókina að gjöf.

Höfundar og útgefendur
bókarinnar, Vinir Elísu Margrétar, hafa á síðustu dögum og vikum farið á milli
leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og gefið eintak af bókinni, sem gefin var út til
minningar um þriggja ára stúlku sem lést úr heilasjúkdómi fyrir þremur árum. Faðir
Elísu Margrétar, Hafsteinn Vilhelmsson, mætti á fund leikskólastjóra Hafnarfjarðar
í síðustu viku og færði leikskólum bókina að gjöf.

VinirelisuMargretar4

Aðalsögupersónan í bókinni – Vinir Elísu Margrétar – er
dóttir Hafsteins og Gyðu Kristjánsdóttur. Elísa Margrét, sem var fjölfötluð og fæddist
með heilasjúkdóm sem heitir Lissencephaly, lést í byrjun árs 2016. Bókin tekur
á faglegan og fallegan hátt á mikilvægum málefnum sem snúa að ólíkum
fjölskyldugerðum, mismunandi fólki og almennt um vináttu og margbreytileika
mannlífsins. 1000 eintök seldust fyrir jólin 2016 og hefur ágóðinn runnið til
styrktar Barnaspítala Hringsins. Hafsteinn sagði frá því á fundi með
leikskólastjórum að þau hjónin séu enn að fá myndbönd og sögur frá þakklátum
foreldrum (og leikskólum) þar sem bókin er í miklu uppáhaldi hjá börnum og
hefur hún hjálpað foreldrum að útskýra fjölbreytileikann fyrir börnum á sem
eðlilegan og góðan máta.

Foreldrar Elísu Margrétar vilja með þessari fallegu gjöf til
leikskólanna láta boðskapinn berast og halda þar með minningu dóttur þeirra á lofti.
Leikskólastjórar í Hafnarfirði voru að vonum ánægðir með gjöfina enda aldrei of
mikið af faglegu söguefni sem tekur á mikilvægu málefnum sem þessu. Hafnarfjarðarbær færir foreldrum, höfundum og öðrum velunnurum
innilegar þakkir fyrir bók með göfugan og góðan boðskap. 

Ábendingagátt