Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Skapandi og framsækið frumkvöðla- og skólastarf í Hafnarfirði verður styrkt enn frekar með stofnun og opnun á nýju nýsköpunarsetri á fyrstu hæðinni í Menntasetrinu við Lækinn. Verkefnastjórar hafa verið ráðnir til að stýra uppbyggingunni og fengu þeir lyklavöldin í vikunni.
Skapandi og framsækið frumkvöðla- og skólastarf í Hafnarfirði verður styrkt enn frekar með stofnun og opnun á nýju nýsköpunarsetri á fyrstu hæðinni í Menntasetrinu við Lækinn. Verkefnastjórar hafa verið ráðnir til að stýra uppbyggingunni, þær Margrét Lena Kristensen og Sólveig Rán Stefánsdóttir, og afhenti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar þeim lykla af húsnæðinu í síðustu viku. Í Menntasetrinu við Lækinn er nú þegar á efri hæðum Tæknifræðisetur Háskóla Íslands og ljóst að fjölmörg tækifæri blasa við.
Menntasetrið við Lækinn er reisulegt og fallegt hús í hjarta Hafnarfjarðar.
Nýsköpunarsetrið verður skapandi miðstöð fyrir frumkvöðla, fyrirtæki, nemendur og starfsfólk skólanna í sveitarfélaginu sem hefur þann tilgang að ýta undir, efla og styðja við nýsköpun, tæknilæsi, skapandi hugsun og framgang hugmynda á öllum sviðum. Í Hafnarfirði er öflugt menningarstarf, mikil sköpun og framleiðni að eiga sér stað í öflugum og sterkum fyrirtækjum, skapandi skólastarf og mikið af fólki með frábærar hugmyndir og tækifærin því mikil. Áhersla er lögð á fyrirmyndar aðstöðu fyrir alla hópa samfélagsins og rík áhersla lögð á virka þátttöku íbúa og fyrirtækja í bænum við uppbygginguna. Kjarnastarfsemi setursins mun til að byrja með snúa að öflugri þjónustu og þekkingarmiðlun fyrir alla áhugasama og mun aðstaðan byggjast smá saman upp í takti við þarfir, áhuga og tækifæri. Setrið mun bjóða upp á skapandi rými og aðgengi að tæknibúnaði og verður opið öllum áhugasömum. Þá verður þar til staðar framúrskarandi starfsfólk sem hefur brennandi áhuga og þekkingu á nýsköpun til að aðstoða fólk við að auka hæfni sína og koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Sólveig Rán Stefánsdóttir og Margrét Lena Kristensen eru verkefnastjórar í Nýsköpunarsetri Hafnarfjarðar.
Aðalnámsskrá skólastiganna leggur áherslu á hönnun og sköpun sem hluta af vísinda-, tækni-, og menningarlæsi á 21. öldinni og ljóst að þverfaglegt samstarf og lausnasköpun mun skipta meira máli í menntun og störfum framtíðarinnar. Hver skóli þarf að hafa möguleika til prófa sig áfram og þróa fjölbreytta kennsluhætti sem styðja aðlögun að síbreytilegu umhverfi og tækniþróun. Þetta framtak Hafnarfjarðarbæjar er liður í því að skapa slíka umgjörð og vettvang til prófunar og þróunar skóla- og frumkvöðlastarfs. Þannig skapast samfélag fjölbreyttra einstaklinga sem vinna saman að nýjum lausnum og þróun tækifæra, samfélaginu öllu til heilla.
Nánari upplýsingar veita verkefnastjórar Nýsköpunarseturs Hafnarfjarðar: Margrét Lena Kristensen netfang: margretk@hafnarfjordur.is og Sólveig Rán Stefánsdóttir netfang: solveigs@hafnarfjordur.is
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2025 og er…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…