Vinnuskóli Hafnarfjarðar er kominn á fullt

Fréttir

Mánudaginn 14. júní hefja almennir hópar Vinnuskóla Hafnarfjarðar störf. Flokkstjórar vinnuskólans mættu til vinnu í upphafi júní og hafa síðan þá verið að undirbúa sig fyrir komu hundruða 14-17 ára ungmenna í næstu viku. 

Mánudaginn 14. júní hefja almennir hópar Vinnuskóla Hafnarfjarðar störf. Flokkstjórar vinnuskólans mættu til starfa í upphafi júní og hafa síðan þá verið að undirbúa sig fyrir komu hundruða 14-17 ára ungmenna í næstu viku. 


Sumarið er tíminn

Flokkstjórarnir hafa síðustu vikur sótt m.a. skyndihjálparnámskeið, setið fyrirlestra hjá Landvernd og Vinnueftirliti auk þess að eiga samtal við Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúa Hafnarfjarðar og Bigga löggu um forvarnarmál. Á milli námskeiða hafa flokkstjórarnir unnið að því að gera bæinn okkar fínan og fallegan og munu frá og með næstu viku fá liðsinni hundruða ungmenna. Flokkstjórar vinnuskólans hafa þessa vikuna verið að hringja í ungmenni í 8., 9. og 10. bekk þessa vikuna og tilkynna þeim hvar og hvenær þau eiga að mæta á mánudaginn. 

Við tökum fagnandi á móti nýjum hópi af starfsfólki og hlökkum til sumarsins. 

Ábendingagátt