Vinnuskóli Hafnarfjarðar – opið fyrir umsóknir 14 – 17 ára

Fréttir

Sumarið 2021 fá 14 – 17 ára unglingar (fæddir árin 2004 – 2007) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Umsækjendur sækja um rafrænt til og með 18. maí nk. Starfsfólk vinnuskólans sinnir mikilvægu hlutverki í Hafnarfirði yfir sumartímann. 

Sumarið 2021 fá 14 – 17 ára unglingar (fæddir árin 2004 – 2007) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Vinnuskólinn sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfsfólk Vinnuskólans sinnir því mikilvægu hlutverki í því að skapa vænta ásýnd bæjarins, að hann sé þrifalegur og snyrtilegur á að líta og ekki síst skemmtilegur fyrir íbúa og ferðamenn sem sækja bæinn heim í auknum mæli.

Nánari upplýsingar um vinnutíma, laun og reglur Vinnuskólans má finna hér  

Umsókn um starf hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar

Umsækjendur og forráðamenn eru beðnir um að kynna sér m.a. fyrirkomulag og reglur Vinnuskólans áður en umsókn er fyllt út. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí. Skrifstofa Vinnuskólans er staðsett í ungmennahúsinu Hamrinum að Suðurgötu 14. Skrifstofan er opin frá kl. 8 – 16. Sími Vinnuskólans er 565-1899 og netfangið vinnuskoli@hafnarfjordur.is

Umsækjendur sækja um rafrænt – sjá hér

Ábendingagátt