Vinnuskólinn fær Grænfánann

Fréttir

Vinnuskóli Hafnarfjarðar ákvað í sumar að innleiða inn Grænfánann, alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni.

Vinnuskóli Hafnarfjarðar ákvað í sumar að innleiða inn Grænfánann, alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni. Nú flokkar Vinnuskólinn allt rusl og nýtir matarafganga til moltugerðar. Umhverfishópur skipaður ungu fólki var stofnaður og stóð hópurinn fyrir fræðslu fyrir starfsmenn vinnuskólans og voru m.a. með fræðslu í mötuneyti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar.

Starfsmenn á skrifstofu Vinnuskólans og umhverfshópurinn sátu vikulega fundi yfir sumarið og störfuðu sem umhverfisráð og komum með tillögur að úrbótum. Í gær kom starfsmaður frá Landvernd og tók út Vinnuskólann og fór yfir skýrslur sumarsins og staðfesti að Vinnuskóli Hafnarfjarðar fær Grænfánann í fyrsta skipti.

Í byrjun júní 2016 þegar starf Vinnuskólans hefst að nýju verður haldin Grænfánahátíð þar sem Vinnuskólinn fær fánann í hendur. Umhverfishópur og stjórnendur Vinnuskólans eiga mikið hrós skilið fyrir öflugt starf í sumar.

Ábendingagátt